Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.08.1940, Page 80

Tímarit Máls og menningar - 01.08.1940, Page 80
Umsagnir um bækur: Halldór Kiljan Laxness: Fegurð himinsins. Bóka- útgáfa Heimskringlu. Rvík 1940. Halldór Kiljan hefur með Fegurð himinsins lokið fíngerðasta og fullkomnasta skáldritinu, sem hann hefur samið fram að þessu. Sagan af Sölku Völku átti meiri fersldeik og grósku, Sjálf- stætt fólk þyngri dramatískan kraft, en hvorug þeirra kemst að fegurð, einfaldleik og ilmandi skáldskap til jafns við sög- una af Ólafi Kárasyni Ljósvíking, hinu hrjáða, viðkvæma skáldi, sem hefur nú öðlazt ódauðlegt líf við hlið Bjarts í Sumarhús- um, svo ólikir sem þeir félagar eru um margt. Ólafi Kárasyni hafði ekki tekizt að flýja Jarþrúði, heitkonu sína, fremur en sín eigin örlög. í Fegurð himinsins er hún orð- in eiginkona hans, og hafa þau flutzt i nýtt byggðarlag að jarð- lausu eyðikoti, Litlubervik. Hefur Ólafur verið dubbaður upp sem barnakennari, en er annars að áliti manna galinn. Við kennsluna á hann í stríði við fræðslunefnd hreppsins, sérstak- lega hreppstjórann, sem timir ekki að hita upp skólahúsið, svo að Ólafi þykir ábyrgðarhluti að láta börnin sitja þar í frostum. Þó hendir hann í sambandi við kennsluna Snnað verra ólán. Hann kemst í tæri við eina námsmeyna, Jasínu Gottfreðlínu, og er kallaður fyrir rétt út af þvi máli og dæmdur i fangelsi. Jar- þrúður reynist honum nú hin bezta, tínir saman á hann ný föt, og hafði hann aldrei verið jafn finn á ævinni og þegar hann var sendur til höfuðstaðarins syðra í tukthúsið. Það var um hásumardag, er hann steig um horð í skipið, er flutti hann suður. Hann varð altekinn af fegurð náttúrunnar þennan dag, er hann kvaddi fjörðinn, gleymdi sjálfum sér og öllu nema henni. í fjarska gnæfir jökullinn, stærsta auðlegð hans, þús- und hans og milljón .... Skáldið var ríkasti maður á íslandi að eiga sjón fegurðarinnar, þess vegna kveið hann ekki heim- inum, fannst hann ekki hræðast neitt. Sumir eiga mikla pen- inga og stórar jarðir en einga fegurð. Hann átti fegurð ails íslands og alls mannlífsins....Hér sigldi ríkt skáld......Guð guð guð, sagði hann og horfði til iands og tárin streymdu nið- ur eftir kinnum hans svo einginn sá; ég þakka þér fyrir, hvað þú hefur gefið mér mikið.“ Verður Ólafur nú „innantukthúss- maður“ og sér ekki mikið á mununum. „Fjölskyldan sem hyggði þetta hús, það voru ef til vill dálitið óhamingjusamir menn, af því þeir voru fjarri mjaðarjurt og fjalldalafífli, en þeir voru ekki

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.