Tímarit Máls og menningar - 01.08.1940, Síða 81
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
167
óhamíngjusamari cmi afgángurinn af mannkyninu, ööru nær, og
áreiðanlega ekki verri en utantukthússfólk upp og ofan, — að
undanteknum fylliröftunum.“ Þó kemur þar, að Ólafur veikist
í tuktliúsinu og hélt hann væri að deyja. „Ef til vill mat liann
frelsið að verðleikum fyrsta sinni á þessari stund. Hið ábyrgðar-
lausa líf tukthússins, áhyggjulaust, á annara kostnað eins og
lif auðkýfinga, hvað var það hjá því að vera lítilsvirt skáld
og utantukthússmaður? Án frelsis ekkert líf." „Upp frá þeini
nótt þjáðist hann af ótta við tómið kríngum sig: að vera einn,
að þekkja eingan í heiminum: að elska eingan, að vita sig ekki
elskaðan af neinum; og þó framar öllu öðru óttanum við að
sönn ást sé ekki til, heldur aðeins ein krukka vatns í sólar-
hitanum. Dagar hans liðu í forspeglun dauðans." En þá ber
það til tiðinda einhvern dag, að hann dreymir draum eða hann
fær vitrun. „Bundinn maður, kalinn á hjarta, mitt i þeim enda-
lausa dauða, sem grúfir yfir heimsins minnsta lífi, þá er hann
snögglega gagntekinn hugboði þess að nú muni Sigurður Breið-
fjörð hafa ekið frá himnum eftir lánga dvöl. Afklæddur kápu
sýnileikans er skáldið nú aftur kominn, ef til vill byggjari efri
himna en fyr, þar sem hvorki rikir franiar litur né form. Hvern
himin hann kann að byggja: gullreið hans er hér. Og hann
segir þrjú orð. Hann segir eitt dularfullt nafn. Þetta nafn ómar
gegnum hinn goðkynjaða draum, i skjótri svipan er þvi slúng-
ið leifturletri á himin sálarinnar: Hún heitir Bera.“ Hið fyrsta,
sem Ólafur gerir, þegar hann losnar úr fangelsinu, er að leita
uppi leiði Sigurðar Breiðfjörðs. Ég get ekki stillt mig um að
láta menn heyra liér eina blaðsíðu úr bókinni. „Hann var mest-
ur allra alþýðuskálda á íslandi. Þegar aðrir menn fóru i há-
skólann i Kaupmannahöfn að nema djúpsett vísindi og fagrai
listir, þá var hann sendur til Grænlands að beykja tunnur.
Þegar dándismenn unnu þrekvirki i almennri meðalhegðun:
settu bú saman, gerðu sér unaðssæll heimili með fríðri konu
og þægum börnum, þá seldi hann sína konu fyrir hund. Þegai
aðrir hófust á tinda frægðarinnar og hlutu embætti, nafnbætur
og tignarmerki, þá var hann dæmdur i tuttugu og sjö vandar-
högg. Höfðingjar þjóðarinnar, stórskáldin og forverðir andans
sönnuðu með lærdómi og málsnild, að hann væri leirskáld og
fífl. Þegar mætir menn fengu merkilegt andlát í skauti fjöl-
skyldunnar, og elskandi hendur veittu þeim siðasta umbúnað,
þá varð hann hungurmorða i köldu útliýsi og sveitarstjórnin
lél keyra hræið burt. En andi hins fátæka alþýðuskálds, sem
hinir lærðu höfðu að eingu og stórskáldin fyrirlitu, hefur buið
með islenzku þjóðinni i þúsund ár, i fastilju afdalakotsins, 1