Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.08.1940, Side 83

Tímarit Máls og menningar - 01.08.1940, Side 83
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR 169 ut' þolað livaða harðrétti, sem er; hvaða dýflissu; myrkur og kultli sakar þig ekki: fegurðin á ekki heima á jörðinni. En eitt hásumarkvöld í hvítum þokum, við hðandi vatn og nýtt túngl, þá lifir þú þetta undur, sem tilheyrir ekki einu sinni efninu og á ekkert skylt við fallvaltleikann, þótt það birtist i mennsku gervi; og öll orð eru dáin: þú átt ekki leingur heima á jörðinni.“ Veturinn eftir flutti Reimar skáld honum þá fregn, að Bera væri dáin. En Ljósvíkingurinn rak „aðeins upp snögg- an lilátur, eins og hann vildi segja: nei, Reimar skáld, í þetta sinn skal þér ekki takast að hafa mig að spotti, —“ og sagði: „.... Fegurð himinsins getur ekki dáið. Hún mun ríkja yfir raér að eilífu.“ Skönimu síðar, á páskadagsmorguninn, sást Ólaf- ur Kárason stefna beint til fjalls, inn á jökulinn. „Barn hafði hann staðið í fjörunni við Ljósuvík og horft á landölduna sog- ast að og frá, en nú stefndi hann burt frá sjónum. Hugsaðu um mig þegar þú ert í miklu sólskini. Bráðum skín sól upp- risudagsins yfir hinar björtu leiðir, þar sem hún bíður skálds síns. Og fegurðin mun ríkja ein.“ Eftir þessar tilvitnanir ættu öll orð frá mér að vera óþörf um bókina. Þó sýna þær aðeins lítið hrot af fegurð hennar. Ég hefði viljað bæta mörgum, mörgum við, sem ljúka upp ann- ars konar sýnum. Það glitrar ails staðar í bókinni á eftirtekt- arverða hluti, það er að lesa hana eins og ganga með vini sín- um eftir fögru og fjölskrúðugu landslagi, hann bendir manni allt af á nýja og nýja fegurð og sjálfur hrópar maður upp i öðru hverju spori. Það er söngur í lofti og ilmur úr hverju grasi. Það er ein hlið þessarar bókar. Jafnframt er hún þrungin beiskri ádeilu, eins og fyrri bækurnar, ádeilu, sem hvergi missir marks og nær til siðustu hluta, sem gerzt hafa, og jafnvel fram i tímann. Halldór dregur hér upp margar nýjar persónur, og tekst með fáum strikum að gera mynd þeirra einkennandi skýra. Jasína Gottfreðlína minnir að ferskleik á Sölku Völku. í tukthúsinu koma fram sérkennilegar manntegundir, t. d. morðinginn og smá- þjófurinn. Dómkirkjupresturinn er ágætur. Bera er að hálfu leyti veruleg, að hálfu leyti draumsýn Ljósvíkingsins. Margar fyrri persónurnar koma enn við sögu, Reimar skákl, Þórunn úr Kömbum, að ógleymdum Pétri Þríhross, sém held- ur sér ágætlega, brestur aldrei áhugamál og á nú að gera hann að alþíngismanni. Annars er Sviðinsvík komin langt í baksýn. Kýmni Halldórs og gamansemi er ómetanleg. Það er efni i sérstaka ritgerð. Kemur skopið ekki sízt fram við aðalpersón- una, sjálfan Ólaf Ivárason. En hvernig sem höfundurinn leikur 12

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.