Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.08.1940, Side 90

Tímarit Máls og menningar - 01.08.1940, Side 90
176 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR una“ með „reglubundinni æfingu í einbeitingu hugans“ o. s. frv. Þannig eiga menn að verða góðir, heimurinn að verða góður. Það er erfitt að hugsa sér heppilegri kenningu fyrir auðvaldið en þvílíkt kjaftæði um sálina og um að gera mennina góða með trúarbrögðum og þvíumliku. Hitt er sönnu nær, að mennirnir á jörðinni eru of „góðir“, að þeir skuli möglunarlaust láta hafa sig að þrælum auðvaldsherra og soldátum heimsvaldasinna, og þoia af herrum sínum hungur, rán, morð og stríð. „Hlutverk góðviljaðs manns, sem starfar einn síns liðs, er að setja fram eða breiða út fræðileg sannindi" stendur á einum stað. Sannleikurinn er sá, að fátt getur ergilegra aflestrar en spakvitringaslúður og ófrjóar vangaveltur „góðviljaðs manns, sem starfar einn síns iiðs“, en er þó snar þáttur af öngþveiti kapí- talismans. Oft verður úr þessum öngþveitisvangaveltum einskær þvætt- ingur, eins og jiegar höfundur ætlar að fara að sýna fram á, að de Sade sé „hinn eini algerlega samkvæmi og gagngerði bylt- ingamaður sögunnar“(!) eða þegar hann tekur til með stökum hátíðasvip að ræða, hvort muni vera hagkvæmara, að maður sé sjúkur eða heilbrigður, til að „ná andlegu sambandi við liinn æðsta veruleika“ — það er uppgefið, gamalt og guðhrætt heims- veldi, reiðubúið að ganga í klaustur eins og skrattinn í elli, sem talar fyrir munn slíkra „heimspekinga". En alveg sérstaka furðu hlýtur það að vekja, að náfrændi slíkra ágætismanna náttúrufræðinnar og Thomasar Huxley og Julians Huxley skuli geta látið sjá sig eftir aðra eins liluti og kaflana um trú og siðfræði. Þar stendur m. a.: „Kynstörfin eru líkamleg og þó jafnframt tilfinninga- og vitsmunastörf." „Á sviði líkamans verða kynstörfin vond, þegar þau verða líkamleg á- stríða.“ „Kynstörfin“ eru „vond þegar þau eru framin til að full- nægja drottnunarfýsninni“. „Kynstörf í þjónustu metorðagirnd- ar eru aðeins litlu betri en kynstörf i þjónustu drottnunarfýsn- ar“ — það væri gaman að vita hvar maður ætti að leita að fólki, sem getur haft ánægju af að leggja hlustir við öðru eins bulli. Ekki bætir það úr skák, að á þýðingu greina þessara hefur Guðmundur Finnbogason lagt sina dauðu hönd. Um hann hef- ur verið sagt, að mál hans virðist bera þess merki, að hann hafi aldrei hlustað á neinn tala annan en sjálfan sig. Þó að þessi þýð. sé maður ekki allsendis óhagur á einstök orð, hefur hann aldrei borið gæfu til að skrifa tvö orð i samhengi, svo að mönn- um hugfestist, auk þess sem hann er þekktur að því að hafa ástríðu til að þýða bækur, sem hann botnar ekki í sjálfur, þ. á

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.