Tímarit Máls og menningar - 01.08.1940, Qupperneq 93
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
179
irm, einn í hópi þúsundanna á flótta. En fjöldi samferðamann-
anna var að flýja heimili sin og föðurland, allt sem þeim var
kærast, eitthvað út i heiminn — ég var að halda heim. Á inn-
siglingunni til New York borgar, að morgni, er við sátum að kaffi-
drykkju, stendur maður upp frá næsta borði, gengur til min
og segir: Undskyld, mit Navn er Gudjonsson. Rejser De ogsaa
til Island? Þetta var Ingvar Guðjónsson, útgerðarmaður, og liafði
hann verið samskipa frá Genúa.
Með þessari stuttu frásögn minni vildi ég aðeins segja eitt:
Ég lagði talsvert að mér til að komast fljótt heim. Ég gat með
engu móti hugsað mér að vera fjarverandi því starfi, sem nú
bíður okkar i Máli og menningu. Hinir breyttu timar hafa gert
starfsemi félagsins margfalt nauðsynlegri en fyrr. íslenzk menn-
ing og íslenzk tunga er í hættu, nema við gætum fyllstu ræktar-
semi og alúðar. Öll íslenzk alþýða þyrfti nú að eiga auðveldan
aðgang að verkum beztu rithöfundanna, öllu því, sem vand-
aðast og bezt er skrifað á islenzka tungu. Á þessum tíma verða
íslenzk efni að ganga fyrir öllu, sem alþýðan les. Við lestur
hinna beztu bókmennta okkar glæðist ástin og skilningurinn á
sogu og lífi þjóðarinnar, landinu og tungunni. Hver íslending-
ur, sem þekkir þjóð sina gegnum skáldskap hennar og sögulega
lífsbaráttu, veit fyrst, hvað þjóðin á mikinn auð að vernda og
hvar liggja hans eigin rætur. Unir stjórn Máls og menningar
þvi illa, að einmitt nú, þegar mest væri þörf að auka útgáfu
félagsins, skuli þurfa að draga úr henni, vegna stórum aukinn-
ar dýrtíðar. Samt hljótum við að fagna þvi, hvað starfsemi þess
er komin vel á veg. Með tímariti okkar getum við beint athygli
þjóðarinnar að hinum brýnustu verkefnum og þeim bókum, sem
hún þarf nauðsynlegast að lesa. Með útgáfunni á úrvalsritum
hinna beztu íslenzku skálda er stefnt í rétta átt. Félagsmenn
liafa þegar fengið úrvalsljóð Stephans G. Stephanssonar, nú
fá þeir öll verlt Jóhanns Sigurjónssonar, og á þessari braut
verður haldið áfram. En þó er mest vert um Arf íslendinga.
Fyrir nokkrum árum sagði ég í grein um Sigurð Nordal (Rauð-
um pennum 1936) eitthvað á þá leið, að gott væri að vita menn-
ingararf þjóðarinnar i gæzlu manns, sem jafn næman og djúp-
an skilning hefði á allri sögu og bókmenntum íslendinga. Þá var
Mál og menning ekki til, né heldur hugmyndin að Arfi íslendinga.
Þá var það aðeins hugboð, sem nú er orðinn veruleiki, að menn-
ingararf-urinn væri í hættu og þyrfti sérstakrar gæzlu við. Okk-
ui grunaði ekki einu sinni fyrir ári siðan, að Arfur íslendinga,
Titið um náttúru landsins, sögu þjóðarinnar, menningu, bók-
menntir og listir, fengi jafn tímabært gildi og nú er raup á