Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.08.1940, Page 98

Tímarit Máls og menningar - 01.08.1940, Page 98
184 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Stofnfé sjóösins er kr. 1800.00. 2. gr. — Tilgangur sjóðsins er aö vernda andlegt frelsi ís- lenzkra rithöfunda. 3. gr. — Höfuðstól sjóðsins má aldrei skerða, og skal jafnan ávaxta hann í sem tryggustum ríkisskuldabréfum. Allir vextir skulu lagðir við höfuðstólinn, unz hann er orðinn, ásamt gjöf- um, er honum kunna að áskotnast, fullar kr. 50,000.00. Eftir það leggst % vaxtanna við höfuðstólinn, en að öðru leyti skal þeim varið til styrkveitinga samkvæmt 4. gr., þegar um slíka styrk- jiega er að ræða, sem þar greinir. 4. gr. — Styrkja úr sjóðnum skulu njóta íslenzkir, starfandi rithöfundar, sem fengið hafa opinberan rithöfundastyrk, en síð- an verið sviptir honum að meira eða minna leyti, að þvi er ætla má beinlínis eða óbeinlínis vegna skoðana sinna. Nú er um fleiri styrkþega en einn að ræða á sama ári, og skal þá skipta á milli þeirra úthlutaðri styrkupphæð i réttu hlutfalli við þann styrk, sem þeir, hver um sig, hafa verið sviptir. Aldrei má slyrkveiting úr sjóðnum til rithöfundar nema meiru á ári en þeim styrk, er hann hefur verið sviptur. Ef styrk er ekki úthlutað eitt ár eða fleiri eða % vaxtanna ekki að fullu, er heimilt að draga þann liluta vaxtanna til út- hlutunar síðar. Nú hefur um engan styrkþega verið að ræða i 10 ár sam- fleytt, og má þá verja því fé, sem beðið hefur úthlutunar, til viðurkenningar einum eða fleiri íslenzkum rithöfundum, sem í ritum sínum þykja sérstaklega hafa talað máli andlegs frelsis. 5. gr. — Stjórn sjóðsins og úthlutun styrkja úr honum skulu annast 3 menn: Hinn fyrsti þeirra skal vera kennarinn í ís- lenzkri bókmenntasögu við Háskóla íslands, annar tilnefndur af rithöfundadeild Bandalags íslenzkra listamanna, eða, ef það verður lagt niður, öðru félagi islenzkra rithöfunda, er til þeirr- ar stofnunar telst svará, og hinn þriðji tilnefndur af liinum tveimur með sérstöku tillili til þess, að hann sé kunnur að því að unna og halda í lieiðri andlegu frelsi. Nú verður ekki sam- lcomulag um þriðja mann, og skal þá skorið úr með hlutkesti. 0. gr. — Að öðru leyti skal sjóðurinn hlíta þeim almennu fyr- irmælum, sem á hverjum tima kunna að gilda og miða til trygg- ingar sem öruggastri varðveizlu opinberra sjóða og því, að þeir starfi samkvæmt skipulagsskrám sínum og sem næst vilja stofn- endanna. _____________ Leita skal staðfestingar konungs á skipulagsskrá jiessari. Félagsprentsmiðan h.f.

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.