Tímarit Máls og menningar - 01.04.1941, Blaðsíða 38
32
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
„Að visu er ég ekki annað en villimaður úr fjöll-
um, en samt bið ég ráðgjafa stórkansins að ihuga hvort
rétt sé að lála mig ferðast í liópi vændiskvenna.“
Þá skipaði ráðgjafinn Han-Ló að kvenhúrsmeyjar
skyldu láta staðar numið ásamt varðmönnum sínum,
og halda kyrru fvrir í þrjá daga, og skyldi jafnan síð-
an vera þriggja dagleiða hil milli hinna tveggja ólíku
lielminga af lest stórkansins.
En við vesturlandamæri Ivínaveldis, segir hókin, þar
sem liinar auðu gresjur Mongólíu byrja að tevgja sig
móti óendanleikanum til vesturs, kvöddu nokkrir dapr-
ir, veðurliitnir landamæraverðir langferðamennina.
Einn þeirra festi augu sín á hinni lirörlegu mynd meist-
arans Sing-Sing-Hós, og gat ekki orða hundizt en spurði:
„Hver er þessi hári þulur, sem leggur ellimóður upp
í slíka ferð, veikróma, skjálfhendur og lierðalotinn?“
Og ráðgjafinn Han-Ló svaraði:
„Það er sá sem skilur leyndardóm Kínaveldis.“
Og hinn fátæki öldungur sá gresjur Mongólíu hreiða
úr sér fram undan eins langt og augað evgði, og þeg-
ar hann leit við, sá hann hvit-typpt fjöll ættjarðar sinn-
ar blána að haki sér og hverfa.
Mánuðum saman hélt lestin áfram um þurrar gresj-
ur og öldótt heiðalönd, eða um hálendi og sandauðn-
ir, og átti aðeins sjaldan náttstað í hlýrri vin eða græn-
um dali. Og þar kom að lokum einn dag, þegar meist-
arinn og förunevti lians hafði lengi verið stormteppt
í eyðimörkinni, og sandinn hrannaði yfir tjaldskör-
inni, að síðari helmingurinn af lest stórkansins dró
fyrra helminginn uppi: söngmeyjarnar voru komn-
ar með pípur sínar. Þessir tveir helmingar hinnar sömu
lestar skildu eigi eftir það. Þegar veðrinu slotaði var
aftur haldið af stað. Meistarinn kvartaði ekki framar
yfir neinu, og lestin sem flutti vin liins Eina, ásamt
hinum. tólf hórum Kínaveldis, liélt áfram sem leið ligg-
ur vfir evðimerkur heimsins.