Tímarit Máls og menningar - 01.04.1941, Blaðsíða 88
82
TÍMARIT MÁLS OG MENNIXGAB
Mitt í þessari almennu, sjálfvirku starfsemi, getur manni orS-
ið hverft við að heyra upprunalegan hreim í ljóði, skynja ein-
hvern innri veruleik bak við orð, ég tala nú ekki um eitthvað,
sem á rót sína í örlögum kynslóðarinnar, eða þó ekki sé nema
trega eins manns.
Þegar Steinn Steinarr gaf út fyrslu ljóðabók sína, lét sá, er
þetta ritar, svo ummælt á prenti, að telja mætti á fingrum sér
þau skáld íslenzk, nú á lifi, sem væru honum meiri. Eftir lest-
ur síðustu ijóðabókar hans, Spor í sandi, er mér nær að halda,
að þau megi telja á fingrum annarrar handar.
Höfundur þessara ljóða er sterkt, upprunalegt og persónulegt
Ijóðskáld, að vísu nokkuð fáhreyttur i efnisvali, en vandaður
listamaður innan þeirra takmarka, sem liann setur sér. Hann
nær lengst í túlkun sinni á þeinr kenndum ömurleika og fánýtis,
sem grúfa yfir sál hins snauða, rótlausa einstæðings. Mörg kvæð-
anna eru lifandi túlkun vorrar aldar á anda sálmanna frá 17.
öld um forgengileik heimsins og fallvaltleik mannlegs lífs, og
snilldarverk bókarinnar eru heimsádeilukvæði eins og „Það
bjargast ekki neitt,“ og „Svo óralangt þú einn og hljóður
gekkst“, þótt þau séu. ef til vill, full-nakin i tjáningu sinni
og segi of berum orðum þá hluti, sem betur fara i rósamáli
og tákna. En skáldið á líka tón, sem býr yfir karlmannlegum
andmælum gegn tilfinningu vanmáttarins, eins og fram kemur
í hinu stolta smákvæði „Og líf hvers manns“, þar sem þessar
linur standa:
Þín visna hönd, sem vann þér ei til matar,
skal velta þungum steini úr annars braut.
Mér er ekki full-ljóst um sonnettuna Leyndarmál, „Þeim stutta
tima, fyrr en skip mitt fer“, hvort hún er heldur snilldarverk
eða svindill, nema hvorttveggja sé, en ailt um það hefur hún
sízt minna aðdráttarafl en þau kvæði bókarinnar, þar sem ber-
ara er talað, svo skáldið virðist jafnvel vera þar i vitorði um
leyndarmálið, sem Óðinn hvislaði i eyra Baldurs forðum. Þri-
hendurnar þrjár, (braghendur), sem skáldið nefnir Mansöng úr
Hliðar-Jóns-rimum, eru ekki aðeins yndislega lausar við mál-
æði, heldur má benda á þær sem fullgilt dæmi listar í smáu
formi; í þessími vísum stendur skáldið bersýnilega á herðum
þeim Páli Ólafssyni og Sigurði Breiðfjörð. Brúðkaupskvæðið er
líklegt til að verða vinsælasta kvæði bókarinnar, enda mestur
skemmtilestur, þótt það sé sums staðar dálítið billegt, og eftir-
mælið um Konmiúnistaflokk íslands er fyrirmyndar petítismi,
smáletursblaðamennska, sem jafnvel snillingar i rimaðri dag-