Tímarit Máls og menningar - 01.04.1941, Blaðsíða 90
84
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
íslendinga til aS fá leiðréttan einhvern tittlingaskít, um ísland,
sem staðið hafði i hinu fjöllesna bandariska vikuriti Time. Var
skýrt frá þvi, hvernig maður hafði gengið undir manns hönd til
að koma lítilli leiðréttingu á framfæri í Bandarikjablaði, en ár-
angurslaust. Síðast birtu þeir leiðréttingu sina i blöðunum Heims-
kringlu og Lögbergi, sem prentuð eru í Winnipeg Man., Can.,
og lesin af nokkur hundruð öldruðum fslendingum i Manitoba.
Þetta samsvarar því, að maður vildi leiðrétta missögn i Reykja-
vikurblaði, en fengi hvergi rúm fyrir leiðréttingu sina á öllu
íslandi, og tæki seinast það ráð að slá upp leiðréttingunni á
grænlenzku á símastaur i Angmagsalik eða Ivigtut (ef þar væri
til simastaur). Þessi tregða á að fá birta leiðréttingu á mishermi
talar sínu máli um stöðu íslendinga í Vesturheimi.
Það er aftur á móti ekki eins erfitt fyrir Vestur-íslendinga
að fá orð sín tekin gild hér heima, eins og i Bandarikjunum.
Um sama leyti og Þjóðræknisfélagið í Kanada er árangurslaust
að basla við að koma smá-leiðréttingu á prent í Ameriku, send-
ir það plagg eitt hingað heim, sem er óðar tekið upp á eigin
eyk íslenzka ríkisforlagsins til útbýtingar með skjali og skrumi:
Saga íslendinga í Vesturheimi eftir Þorstein Þ. Þorsteinsson.
Bók þessi, sem ríkisforlag íslands, Menningarsjóður, hefur tek-
ið til útbýtingar, og vill, samkvæmt yfirlýsingum fyrirsvars-
manna sjóðsins, koma inn á sem flest heimili i landinu, hefur
samt það einkennilega markmið að reyna að færa sönnur á, að
ísland sé óbyggilegt land mannlegum verum. Ritið er tilraun til
að rekja ágrip af öllum slysförum, illærum, pestum, náttúru-
sköðum og þvíumlíku, sem orðið hafa á íslandi, síðan land byggð-
ist, og er reynt að segja sögu landsins eins og hér hefði aldrei
annað gerzt en slys í einhverri mynd.
Mikið af bókinni eru smáleturs-uppprentanir á heimildum um
alls konar hrakföll, hlaupin uppi á við og dreif i fornum rit-
um, bréfum og blöðum, og væri sá hluti bókarinnar ekki ó-
fróðlegur, ef hann þjónaði einhverjum skynsamlegum tilgangi.
Það, sem höf. leggur til málanna sjálfur, er aftur á móti einhvers
konar undarleg mærð, sem erfitt er að henda reiður á eða flokka
i nokkurri þekktri grein bókmennta. Af manni, sem tekur að
sér fræðslustörf, er höf. einkennilega sneyddur öllu skynbragði
á hlutföllum í bók, hann vantar kunnáttu til að vinna úr
heimildum og draga ályktanir af þeim, kann livorki að tak-
marka efni sitt né skipa því niður og greina milli aðalatriða
og hins, sem ekki skiptir máli.
Slysfarir, illæri og önnúr hrakföll á íslandi frá landnámstíð,
eiga, samkvæmt kcnningu höfundarins, að vera orsök til fólks-