Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1941, Blaðsíða 56

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1941, Blaðsíða 56
50 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR skoðanir mínar um tilveru annars lífs og jafnvel til- veru guðdóms frá „minni andlegu reynslu“. Eg kemst svo að orði í bók minni: „Frá sjónarmiði blákaldrar skynsemi virðist mér tilvera æðri máttarvalda vera ó- hjákvæmilegri ályktun af þessari tilveru en framhald einstaklingslífsins. En eðli þessara regindóma er enn þá ókleifara umhugsunarefni“ (166. bls.). Hér geri eg þann greinarmun, sem að framan getur, á því að á- lykta, að eittlivað sé til, og að þykjast þekkja það. Þegar eg álykta frá minni bláköldu skynsemi, er það sannarlega engin „andleg reynsla“, eins og eg skil það orð. Eg framlengi aðeins þær línur, sem skynsemis- glóran visar mér. En þegar eg tala um, að eðli æðri máttarvalda sé mér ókleift umhugsunarefni, þá játa eg, að „glóran“ leyfi mér engar ályktanir um það. Og það, sem eg segi um andlega reynslu, á alls ekki við mina eigin einungis, lieldur við annarra engu síður, að því leyti, sem eg get skilið liana. En að því efni kem eg senn. II. I eftirmála bókar minnar tók eg það skýrt fram, að eg ætti við liina „alþýðlegu frumspeki“ efnishyggjunn- ar, þegar eg deildi á hana (sjá 156. bls.). Eg leyfði mér að kalla hana úrelta heimsskoðun. Og þarna erum við B. F. reyndar sammála. En samt er liann ekki ánægð- ur við mig. Hann segir: „Það kann að stafa af óljós- um hugmyndum í þessu efni, þegar menn, sem vilja ekkert heldur en vera sanngjarnir, slá allri efnishyggju í einn bálk og kalla úrelta heimsskoðun, því að það á vissulega aðeins við um hina eldri efnisliyggju. Hin díalektiska efnishvggja hefur ekki verið afsönnuð vís- indalega“ (241. bls.). Og liann spyr: „Hversu margir eru til dæmis þeir, utan hóps efnishyggjumanna sjálfra, sem kunna skil á díalektiskri efnishyggju og vita, i liverju hún er hinni eldri efnishyggju frábrugðin?“ Þarna sló samvizkan mig, en samt ekki mjög fast.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.