Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1941, Blaðsíða 93

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1941, Blaðsíða 93
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR 87 til, vera slitin sundur i tvo og þrjá parta (t. d. útávið i stað út á við). Menn geta verið þýðandanum ósammála um slíkar sér- kreddur, en þær snerta ekkert sjálfa listfengi stílsins, þá með- ferð málsins, sem gefur hverri setningu lif og fegurðarblæ og höfundareinkenni Hemingways sjálfs, með hinni hnituðu mót- un, þó að allt málið sé jafnframt svo einfalt, að hvergi er óvanalegt orð né stirðnað bóklegt orðatiltæki. Hver, sem vit hef- ur á stil og lífrænu máli og getur borið þýðinguna saman við frumtextann, getur ekki dæmt hana nema á einn veg, að hún •er einstæð að nákvæmni, vandvirkni og listfengi. Við nautn slíks listaverks sem þessa verða menn að læra að hlusta á sjálfa hrynjandi málsins, skynja fíngerðustu blæbrigði stílsins og láta áhrif verksins í heild, sjálft inntak þess og anda, verða lifandi i huga sér. Fyrir mistök á afgreiðslu pappírs frá Ameríku hefur siðara bindið af Ritum Jóhanns Sigurjónssonar ekki getað komið út ennþá. Bókin var fullsett í marz, og við vissum ekki annað, þegar siðasta Tímaritshefti var prentað, en pappírinn væri kom- inn til prentsmiðjunnar. En þegar sendingin var tekin upp, reyndist það ekki sama pappirstegund og í fyrra bindinu, svo að itreka varð pöntunina. Er búizt við henni með næstu ferð- um frá Ameriku, og verður þá hægt að ljúka prentun bókar- iinnar á stuttum tíma. Okkur er mjög um það hugað að vekja áhuga félagsmanna á 'Tímaritinu. Það er aðeins kominn einn árgangur, og margir hafa ekki ennþá vanizt hreytingunni frá Rauðum pennum, finnst heft- in engin bók vera, þegar þeir fá þau í þrennu lagi, og gæta þess ekki allir að halda heftunum saman og láta binda þau um áramót. Þá er ég ennfremur i vafa um, að allir félagsmenn skilji •ennþá, hvaða erindi Tímaritið á og hvert hlutverk þess er í útgáfustarfsemi Máls og menningar. Frá sjónarmiði okkar, sem höfum frá upphafi ætlað félaginu menningarlegt hlutverk í þágu hins frjálsa orðs, á Timaritið hið brýnasta erindi. Við lítum jafn- vel á það sem kjarna útgáfunnar hvert ár. Það getur miklu fremur en ársrit tekið gagnlega afstöðu til ýmissa málefna, sem mest varða þjóðina á hverjum tima. Það hefur miklu betri tök á að láta félagsmenn fylgjast með í bókmenntum og flytja þeim umsagnir um bækur, áður en allt of langt er fiðið frá útkomu þeirra. Það er i heild sinni miklu sterkara afl i þvi menningar- samstarfi rithöfunda og alþýðu, sem Mál og menning berst fyr- ir. Hins vegar geta menn ekki búizt við, að eftir einn árgang sé Tímaritið komið í það horf, sem við helzt kjósum. Allt of mikið af rúmi þess hefur farið í það að svara árásum á félag-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.