Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1941, Side 93

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1941, Side 93
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR 87 til, vera slitin sundur i tvo og þrjá parta (t. d. útávið i stað út á við). Menn geta verið þýðandanum ósammála um slíkar sér- kreddur, en þær snerta ekkert sjálfa listfengi stílsins, þá með- ferð málsins, sem gefur hverri setningu lif og fegurðarblæ og höfundareinkenni Hemingways sjálfs, með hinni hnituðu mót- un, þó að allt málið sé jafnframt svo einfalt, að hvergi er óvanalegt orð né stirðnað bóklegt orðatiltæki. Hver, sem vit hef- ur á stil og lífrænu máli og getur borið þýðinguna saman við frumtextann, getur ekki dæmt hana nema á einn veg, að hún •er einstæð að nákvæmni, vandvirkni og listfengi. Við nautn slíks listaverks sem þessa verða menn að læra að hlusta á sjálfa hrynjandi málsins, skynja fíngerðustu blæbrigði stílsins og láta áhrif verksins í heild, sjálft inntak þess og anda, verða lifandi i huga sér. Fyrir mistök á afgreiðslu pappírs frá Ameríku hefur siðara bindið af Ritum Jóhanns Sigurjónssonar ekki getað komið út ennþá. Bókin var fullsett í marz, og við vissum ekki annað, þegar siðasta Tímaritshefti var prentað, en pappírinn væri kom- inn til prentsmiðjunnar. En þegar sendingin var tekin upp, reyndist það ekki sama pappirstegund og í fyrra bindinu, svo að itreka varð pöntunina. Er búizt við henni með næstu ferð- um frá Ameriku, og verður þá hægt að ljúka prentun bókar- iinnar á stuttum tíma. Okkur er mjög um það hugað að vekja áhuga félagsmanna á 'Tímaritinu. Það er aðeins kominn einn árgangur, og margir hafa ekki ennþá vanizt hreytingunni frá Rauðum pennum, finnst heft- in engin bók vera, þegar þeir fá þau í þrennu lagi, og gæta þess ekki allir að halda heftunum saman og láta binda þau um áramót. Þá er ég ennfremur i vafa um, að allir félagsmenn skilji •ennþá, hvaða erindi Tímaritið á og hvert hlutverk þess er í útgáfustarfsemi Máls og menningar. Frá sjónarmiði okkar, sem höfum frá upphafi ætlað félaginu menningarlegt hlutverk í þágu hins frjálsa orðs, á Timaritið hið brýnasta erindi. Við lítum jafn- vel á það sem kjarna útgáfunnar hvert ár. Það getur miklu fremur en ársrit tekið gagnlega afstöðu til ýmissa málefna, sem mest varða þjóðina á hverjum tima. Það hefur miklu betri tök á að láta félagsmenn fylgjast með í bókmenntum og flytja þeim umsagnir um bækur, áður en allt of langt er fiðið frá útkomu þeirra. Það er i heild sinni miklu sterkara afl i þvi menningar- samstarfi rithöfunda og alþýðu, sem Mál og menning berst fyr- ir. Hins vegar geta menn ekki búizt við, að eftir einn árgang sé Tímaritið komið í það horf, sem við helzt kjósum. Allt of mikið af rúmi þess hefur farið í það að svara árásum á félag-

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.