Tímarit Máls og menningar - 01.04.1941, Blaðsíða 61
TÍMABIT MÁLS OG MENNINGAR
55
Einkunnin „dialektisk“ og allur sá fyrirvari, sem
henni fylgir, verður launhelgi fárra útvaldra. Alþýð-
an situr með þá gömlu efnishyggju og reisir lífsskoð-
un sína á lienni — í forgarðinum. Þetta kann að sumu
lejdi að vera ill nauðsyn um mörg vísindi. En æskileg-
ast er samt, að úr lienni sé hætt eftir föngum.
„Efnishyggjumaðurinn er raunveruleikans maður,“
segir B. F. Þetta lætur vel í eyrum. En hvað er raun-
veruleiki? Þar vandast málið. Efnishyggjumaðurinn
veit (o: er sannfærður um), að efnið sé til. En hann
veit ekki, hvað það er. Hann getur sagt: „Upphaflegt
er efnið-----liið afleidda er andinn.-----Efnið hugs-
ar“ — — og i sömu andránni: „Heilinn er starfsfæri
hugsunarinnar“ (Tilvitnanir eftir áður nefndu riti:
Historv of the Communist Party; þýðing B. F.). En
sé nú andinn (hið sálarlega) óaðskiljanlegur frá efn-
inu, þá er spurningin, hvort allt efni er ekki i raun
og veru líka andlegt með einliverjum hætti. Eðlisfræð-
in nær enn sem komið er engum tökum á liinni „and-
legu“ hlið efnisins. Og um leið og „efnið hugsar“, er
viðurkennt, að liugsunin noti efnið sem starfsfæri. Er
ekki hezt að segja eins og er, að hér sé hvorki um full-
an skilning né þekkingu að ræða og fræðiheitin tötrar
um þekkingarleysi vort, þar sem „gat varla liylur gat“?
III.
Ýmsar alhugasemdir, sem eg lief gert um „andlega
réynslu“ í bók minni, liafa orðið B. F. hálfgerð hneyksl-
unarhella, og skal eg fúslega játa, að þær eru alger-
lega ófullnægjandi. Ef til vill bæti eg aðeins gráu of-
an á svart með þvi að auka liér við þær fáeinum at-
riðum.
1) I ummælum þeim, sem áður voru tilfærð, talar
B. F. um „heilagan anda skynseminnar“ og leggur á
öðrum stað þann (rétta) skilning í orð mín, „að „and-
leg reynsla“ eða „religion" geti verið öruggari leiðar-