Tímarit Máls og menningar - 01.04.1941, Blaðsíða 78
TÍMARIT MÁLS OG MEXXIXGAR
72
eldi í borg geti orðið uppeldi til menningar. Börnin eru
vaxin upp i fullkomnu sjálfræði, kunna ekki að lilýða
settum reglum né koma fram öðruvísi en eftir hug-
kvæmd líðandi andartaks. Þau fara leyfislaust þang-
að, sem þeim sýnist, og þegar þeim sýnist, og foreldr-
arnir vita ekki — og kæra sig ef til vill ekki um að
vita — livar þau eru né hvað þau hafast að. Það þarf
ekkert „óvenjulegt ástand“'til þess, að börnum i slíkri
aðhúð sé hætt. „Ástandið“ mætti vera j'firmannlega
gott, ef þau setti þau ekki í lireinan voða.
Hvað hefur svo verið og hvað er gert til þess að
vernda hörnin fyrir þeirri liættu, sem þau eru í, og
stæla þau til að duga í þeirri raun, sem bíður þeirra?
Því miður bólar harla lítið á því, að þjóð vor „viti
sitt hlutverk“ í þessu efni. Frá opinberri hálfu liefur,
að ég held, lítið eða ekkert verið gert annað en það
að setja „Reglur fyrir skólanemendur“ (24. sept. 1940)
og festa þær upp í kennslustofum landsins. Ég hef ekki
orðið var við það, að neitt væri gert til þess, að regl-
unum sé hlýtt, — ekki einu sinni aðalboði þeirra um
að „forðast allt óþarfa samneyti við hið erlenda setu-
lið“. Mér hefur virzt, að skólastjórarnir, sem sömdu
reglurnar, og önnur yfirvöld skólanna, telji sínu verki
lokið með því að setja reglurnar á pappír, — reglur
fyrir kynslóð, sem heimilin og jafnvel skólarnir ala upp
í því að hlýða engum reglum, nema eftir geðþótta. Og
þegar vér kennarar æmtum eittlivað í þá átt, að regl-
um þessum eigi að hlýða, þá er ráðizt á oss i blöðum
hæjarins.
En getum vér kennarar setið hjá sem stétt og látið
reka á reiðanum og fara sem fara vill um þetta efni?
Getum vér gert oss rólega með því, að einhverjir okk-
ar reyni að puða eitthvað í sínu horni, vitandi það, að
starf hvers eins einstaklings hverfur eins og dropi í haf-
ið? Eða eigum vér að biða eftir frumkvæði og forystu
ofan að, þó að vér vitum, að það kemur aldrei?