Tímarit Máls og menningar - 01.04.1941, Blaðsíða 27
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
21
kálfinn og hafa gleymt skyldum sínum við þjóðfélag-
ið. Að þessu losi stvður kosningafrestunin. Hér ganga
alþingismenn á undan og hlaupa frá skyldum sínum,
at’ því að þeim finnst erfiðara nú en venjulega að ganga
tii kosninga. Þeir segja, að „nauðsyn brjóti lög“ og líf-
ið sjálft setji lögin stundum til liliðar, og sama heyrir
maður nú þegar ýmsa þá segja, sem dansa i kringum
gullkálfinn. Margur lirifsar nú til sín fríðindi, stundum
imvnduð, og telur, að nauðsyn brjóti lög. Unglingur
einn sagði við mig nýlega, að hungruðum manni væri
meiri nauðsyn að brjóta lög og stela s.ér mat til að
lifa af en þingmönnum að framlengja umboð sitt, enda
þó einhverjir liefðu verið hræddir um að devja, póli-
tiskum dauða. Þetta dæmi er sýnishorn af þeim afleið-
ingum, sem liætt er við, að kosningafrestunin hafi á
hugsunarhátt manna og ef til vill líka framkvæmdir.
A þessum losara- og umbreytingatímum reið þjóð-
inni mest á að sameinast um stóru málin. Um þau
þurftu kosningar að snúast. Með þeim þurfti að skap-
ast samstillt Alþingi, með sterka ríkisstjórn, og sterk-
an þjóðarvilja að baki. Það var hægt að gera með kosn-
ingum. Þess vegna máttu þasr sízt falla niður nú. Með
þeim þurfti að styðja að þjóðlegri vakningu, þjóðlegri
einingu, svo að öll þjóðin skildi betur málin, sem fvr-
ir liggja, og væri betur á verði um það, sem henni er
helgast og dýrmætast.
Öll þau rök, sem ég hef heyrt færð fram, fyrir því
að fresta kosningunum, eru rökleysur einar og tilbúin
eða ímynduð. Það er rétt, að erfiðleikar voru meiri á
því en oftast áður að láta kosningar fara fram, en til
þess eru erfiðleikarnir að sigrast á þeim, en ekki hins,
að flýja frá þeim. En Alþingi íslendinga kaus flóttann.
Það var illa farið, því að afleiðingin verður sú, að fleiri
flýja frá skyldum sínum, losið vex og ábyrgðarleysið,
og enginn veit, hver þjóðarvilji stendnr bak við ríkis-
sljórn eða Alþingi. Virðingarlevsi á Alþingi vex, og