Tímarit Máls og menningar - 01.04.1941, Blaðsíða 48
42
TÍMARIT MÁLS OG MEXNINGAR
þakkað það óvenjulegum hæfileikum og' listrænni
skarpskyggni þeirra Ásgríms Jónssonar, Jóns Stefáns-
sonar og Jóhannesar Ivjarvals, live Iieilbrigða stefnu
íslenzk málaralist tekur á fyrstu og erfiðustu árum
liennar.
Einn þessara manna, Jón Stefánsson, átti nýlega sex-
tugs afmæli, og verður hér reynt að gera nokkra grein
fj7rir listamannsferli lians og gildi listar lians.
Jón Stefánsson hóf listnám sitt í skóla Zalirtmanns
í Ivaupmannahöfn, sem þá var mjög sóttur af málur-
um frá öllum Norðurlöndum. Eftir eins eða tvegg'ja
ára nám þar hélt Jón til Parísar ásamt ungum dönsk-
um og norskum málurum, er hann hafði kynnzt hjá
Zahrtmann. Nokkru áður hafði einn gáfaðasti og áhrifa-
mesti brautrvðjandi liinnar svonefndu „moderne“ list-
ar, Henri Matisse, stofnað listmálaraskóla i París. Ma-
tisse, sem var mjög umdeildur um þessar mundir, liafði
ásamt öðrum hæfileikamikium frönskum málurum kom-
izt að þeirri niðurstöðu, að mikil umsköpun væri nauð-
synleg, ef málaralistin ætti að öðlast aftur þá reisn, þann
einfaldleik og kraft, sem verk gömlu snillinganna háru
i sér, en ýktur og smásmugulegur naturalismi hafði nær
brotið niður. Listin var komin út á þá hraut að verða
andlaus íþrótt, er impressionistarnir, og einkum Paul
Cezanne, gáfu henni nýja stefnu, sem kenningar Matisse
voru eins konar framhald af. — Jón Stefánsson og fé-
lagar lians gerðust nemendur Matisse. Þeim var kennt
að skoða náttúruna með eigin augum og' láta ekki úr-
eltar venjur né gamla hleypidóma ráða sjónarmiðum
sinum. Þeir fengu lialdgóða undirstöðu í mvndlegri bygg-
ingu, og Matisse útlistaði fvrir þeim, að sönn fegurð
myndlistarinnar skapast af upprunalegum skilningi lista-
mannsins á verkefnunum, að lífrænt innihald, sem er
náð við fullkominn skilning á eðli þess efnis, sem mynd-
in er gerð af, væri varanlegra og áhrifameira en yfir-
borðskenndar eftirlíkingar af náttúrunni.