Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1941, Blaðsíða 82

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1941, Blaðsíða 82
.76 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR. góða, að tveir rithöfundar reistu honum minnisvarða í bók- menntunum svo að segja samtímis? Og hver var hann svo, þessi merkilegi maður, sem svona' mikið var haft við? Sölvi Helgason — óknyttasamur landshorna- maður, alræmdur og illa ræmdur ónytjungur, orðhákur og flakkari. Sæmilega gáfuð skáld ættu þó að geta gert sér í hugarlund, að enn er ekki iiðinn svo langur tími síðan bæði Sölvi Helga- son og aðrir honum líkir fóru um sveitir landsins, hverjum manni hvumleiðir, að nein veruleg. tök séu á að gera þá að skáldsagnahetjum sem misskilin og ofsótt mikilmenni. Flakkarinn, hvort sem hann hét Sölvi eða eitthvað annað, er eldri kynslóðinni í svo fersku minni, að hún að minnsta kosti veit ofboð vel, að ekkert er „rómantískt“ við hann, en þvi meira, sem vakti meðaumkunar-blandinn viðbjóð. Það stafaði ekki af nízku eða ógestrisni bænda, að flakkarinn- var enginn aufúsugestur, enda var ekki talið eftir að gefa honum mat, og þeim „meinlausa" var oft mætavel tekið, enda var hann eiginlega undantekning frá almennri reglu. — Bændur voru ein- mitt fúsir til að veita gestum og gangandi allan beina og gerðu sér venjulega ekki mannamun; sýndu þeir oft í harðinduni fyrr á tímum mikinn þegnskap í að hjálpa öðrum og verða þeim til bjargar. — En flakkarinn var af þeirri tegund, sem ekki er hægt að hjálpa. Hann vildi ekki hjálpa sér sjálfur, og enginn veit betur en sá, sem ávallt stritar sjálfur til þess að halda sér og sinum uppi, að enginn bjargar þeim, sem sjálfur vill ekki bjargast. Flakkarinn var rekald, vandræðamaður. Hann var til óþrifnaðar, og óþrif hans voru ekki einungis likamleg, heldur líka sálarleg. Hann var sóðalegur í því ytra, vanþakklátur þeim,. er gerðu honum gott, illkvittinn í orðum og athöfnum. Hann vakti að vísu vissa meðaumkun, en jafnframt viðbjóð og fyrir- litningu. — Ef til vill hefur skoðun bóndans og eljumannsins. á flakkaranum og tilfinningum hans gagnvart honum aldrei ver- ið betur lýst en i eftirfarandi vísuhelmingi efir Bólu-Hjálmar: „Liggur i bænum ljúgandi, letimaginn hungraði.“ Flakkarinn var óáreiðanlegur til orðs og æðis. Hann lá upp á eljumanninum — gerði aldrei gagn, orð hans voru raup og lýgi. Hann var liinn si-hungraði letimagi. Hungrið og græðgin var það, sem sérstaklega einkenndi hann frá öðrum mönnum, það' yfirgaf hann aldrei. Enginn matur megnaði að seðja þetta hung- ur, það var hans annað eðli. Það gerði hann að viðundri, and-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.