Tímarit Máls og menningar - 01.04.1941, Blaðsíða 84
78
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
Sölva Helgason, er ástæða til að ætla, að hann hafi einmitt i
auguin almennings verið eins konar samnefnari allra þeirra, sem
beinlinis lifa allt sitt líf í sjálfsblekkingu og gera sér lífs-lýgina
að eins konar andlegri hlíf, sem þeir í öllum sökum skríða
undir og breiða yfir sig.
Þegar Davíð Stefánsson lýsir Sölva Helgasyni — Sólon Is-
landus, þá er það ekki fyrst og fremst hinum misskikla, ógæfu-
sama atgerfis- og listamanni, sem veita her eftirtekt, heldur meist-
aranum í lífs-lýginni og sjálfsblekkingunni. Og um leið dregur
skáldið upp mynd, í sannleika óhugnanlega mynd úr þjóðlífi
og þjóðarvitund íslendinga, og er hún vissulega umhugsunar-
verð: Sá Sölvi Helgason — Sólon Islandus, sem hann sýnir okk-
ur, er nefnilega fyrst og fremst Islandus. Og spurningin vaknar:
Er Sólon Islandus fulltrúi íslendingsins sem einstaklings og
þjóðar?
Við getum ekki, þó við fegnir vildum, afneitað honum. En að
hve miklu leyti lifir hann í okkur og ræður hugsunum okkar
og athöfnum? — Ef til vill liggur mikilvægi þessarar löngu sögu
einmitt i þvi, að skáldinu tekst að vekja þessa spurningu í huga
lesandans á þann hátt, að hann hlýtur að lialda áfram að spyrja,
að reyna að komast að sannleikanum i þessu efni.
Til þess að ná þessu notar Davíð Stefánsson engin sérstök
meðöl. Hann segir ævisögu manns frá bernsku til grafar. Það
er allt og sumt. En sagan er vel sögð og yfirleitt rökrétt og vel
hyggð. Hann sýnir, hvernig vel greint barn verður að gáfuðum,
en lirjózkufullum ungling og loks að hæfileikamanninum, raup-
aranum, lygaranum og landshornamanninum, flakkaranum, glæpa-
manninum og spekingnum — fyrir að sumu leyti arfgenga galla,
en að mestu fyrir misheppnað uppeldi. Fræinu að stórmennsku-
hrjálæðinu er sáð strax í ómótaða sál barnsins með óstjórnlegu
hóli og eftirlæti. Það upprætist ekki, heldur þróast örar í skugga
þrjózku og uppreistarhuga undir heimskulegum og skilningslaus-
um illmennsku aga og harðýðgi síðar meir. — Sjálfsblekkingin
dafnar eins og eiturjurt í myrkri heimskunnar og rangsleitninn-
ar. Lýgina gagnvart sjálfum sér lærir hann að nota fyrst sem eins
konar sjálfsvörn og til afsökunar á óknyttum, sem framdir eru
mest sem eins konar liefnd fyrir raunverulegt og ímyndað rang-
læti. En brátt skipar lýgin öndvegið í allri hugsun, verður nauð-
synleg, nokkurs konar annað eðli. Lýgin eykur hans eigið ágæti
og mikilleik, jafnframt þvi sem hún minnkar alla aðra hlut-
fallslega: Heimskingjana, hundana, þrælana, sem falla ekki fram
og tilhiðja heimsfrægð Sólons Islandi, vilja ekki góðfúslega við-
urkenna hann, ala önn fyrir honum, jijóna honmn — þegnlega