Tímarit Máls og menningar - 01.04.1941, Blaðsíða 63
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
57
á œfi sinni, dettur ofan á eithvert meistaraverk Ijóð-
rænnar listar, t. d. Þjóðvísu i síðustu bók Tómasar Cxuð-
mundssonar. Honum finnst að vonum allt kvæðið óskyn-
samlegt: skipting í ljóðlínur, hrynjandi, stuðlar, rím,
efnið sjálft, og vitleysan nær hámarki í lokin:
Eg er dularfulla blómið í draumi hins unga manns,
og eg dejT, ef hann vaknar.
Öll rökvísi veraldarinnar stæði magnlaus til þess að
koma honum í skilning um allt, sem máli skiptir í
kvæðinu. En sé maðurinn að eðlisfari ekki sneyddur
bæfileika að njóta ljóða, læri hann kvæðið, lesi fleiri
kvæði o. s. frv., þá breytist þetta. Formið sevtlar inn í
hann, stillir hann til samræmis við sig. Hann finnur, að
það er unnt að ná vissum áhrifum með því að víkja frá
venjulegu sundurlausu máli, þótt engin bragfræði geti
skýrt annað en vzta borð þeirra töfra. Hann skilur efn-
ið smám saman, hálfa leið með skynseminni, liálfa
leið órar hann fyrir því vegna stemningarinnar, sem
kvæðið vekur. Og á endanum getur svo farið, að á
einni svipstundu lifi hann kvæðið með enn nýjum skiln-
ingi, sem vekur lionum óvæntan unað og er sömu ætt-
ar og andagift skáldsins, sem orti það. Þá verða ein-
mitt ljóðlinurnar, sem honum uppliaflega þóttu
heimskulegastar, dýrðlegar í vitund hans. — Hefur hann
afneitað skynseminni? Já, því, sem einu sinni var tak-
mörkun skvnsemi hans. Hefur bann öðlazt nýja reynslu?
Tvimælalaust, og það mjög verulega reynslu. Hefur
hann eignazt nýja þekkingu? Fyrir sjálfan sig, en þekk-
ingu, sem hann á bágt með að skýra, hvað þá að sanna,
öðrum mönnum. — Og samt mundi eg einmitt halda,
að héilagur andi skvnseminnar liefði snortið hann með
væng sínum.
5) Andlega reynslu af svipuðu tagi má öðlast á ýms-
um sviðum og ýmsum stigum. Skilyrði hennar virðast
sumum i blóðið borin. Af öðrum heimtar hún mikla
alúð, mikla þolinmæði og þjálfun. Það er torvelt fyrir