Tímarit Máls og menningar - 01.04.1941, Blaðsíða 70
64
TÍMARIT MÁLS OG MENXIXGAR
unnar engu síður í fúgu, symfóníu eða Ivrisku kvœði
cn í eðlisfræði og stærðfræði, annars konar túlkun að
vísu, en jafnómissandi á sinn hátt. Það má vel vera,
að öll kenningakerfi trúarbragðanna líði undir lok, jafn-
vel öll skipulögð trúarbrögð. En annaðbvort leitar bin
andlega revnsla, sem liefur verið hin lifandi æð í þeim,
sér þá ríkari útrásar í öðrum myndum, einkum beim-
speki, siðgæði og listum, eða allar þessar greinir verða
bálfdautt bismi, bversu glæsilegt sem yfirborð þeirra
kann að sýnast. Og þá vil eg fyrir mitt leyti þaklca
mínum sæla fvrir, að eg bef lieldur fengið að lifa nú
á dögum, svo ill sem öldin er, en í framtíð ofurmenn-
anna.
V.
En hverfum nú frá öllum fjarlægum framtíðardraum-
um, hvort sem það eru jarðneskar framfarir billjón
ára tímabils eða óendanlegir þroskamöguleikar annars
beims, og lítum okkur nær. Það mun B. F. manna fús-
astur að viðurkenna, að þegar venjulegur revkvískur
unglingur nú á dögum stendur á musterisburstinni og
horfir vfir öll ríki veraldarinnar og þeirra dýrð, þá er
hann vfirleitt ekki að velja um bina mestu kosti —
um bugsýni Stephans G. Stephanssonar og trú Hallgrims
Péturssonar, vísindi Einsteins og andlega reynslu Pas-
cals, samfélagsbyggju Lenins og líknsemd hins beilaga
Franz frá Assisi o. s. frv. Það er einmitt raunalegast,
hversu lítið af dýrð veraldarinnar hann hefur bugmynd
um. Ef bann þvkist ballast að efnisbyggju, eins og al-
gengast mun vera, þá er bún sjaldnast díalektisk né vf-
irleitt nein byggja, lieldur fálm eftir skammgóðum
nautnum, fánýtum skemmtunum og prjáli, þegar brýn-
ustu þörfum munns og maga er fullnægt. Ágreiningur-
inn milli B. F. og min er áreiðanlega smávægilegur i
samanburði við samkomulag okkar um það, að sinnu-
leysið sé verst af öllu. Þó að efnisbyggjan fullnægi mér