Tímarit Máls og menningar - 01.12.1944, Blaðsíða 28
202
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
og stórfelld ræktun hefur í för með sér, þarf hinsvegar ekki að tákna
að öll byggð leggist af í fjarsveitum, allra sízt ef sannast skyldi, að
hagrænn grundvöllur sé til fyrir sauðfjárhaldi hér á landi.
Lömb eða tígrisdýr
Einn aðalheimildarmaður minn um íslenzkt kjöt sem útflutnings-
vöru, hinn ágæti vísindamaður dr. Halldór Pálsson, segir svo í
Frey um íslenzka dilkakj ötið og enska markaðinn í fræðilegri rit-
gerð: „Það þolir ekki samanburð við annað dilkakjöt, sem flutt er
á enska markaðinn, hvorki að gæðum yfirleitt eða flokk fyrir
flokk. .. . Kropparnir eru allt of beinaberir og útlimalangir. Þeir
eru allt of vöðvarýrir.... Bringa og síður eru oft feitari en þörf
gerist o. s. frv....Þetta eru allt einkenni á „primitívu“ fé, sem
ekki hefur verið ræktað með tilliti til holdafars." Allir, sem vit
hafa á ljúka upp einum munni um þetta, nú síðast hr. Runólfur
Sveinsson skólastjóri á Hvanneyri í Tímanum.
Á undanförnum árum hafa íslenzkir skattþegnar mátt borga tug-
miljónir króna í „neytendastyrk“, til þess að brezkir neytendur veittu
viðtöku fáeinum smálestum af þessari fæðutegund, sem sömu neyt-
endur fúlsa við, jafnvel á sultartímum eins og nú, íslenzku dilka-
kjöti. Sjálfum gott þykir, mættum við Islendingar segja, þeir einu
menn í heiminum, sem hafa smekk fyrir þetta kjöt, og verðum þó að
fara þess á mis heil og hálf misserin eða kaupa það skemmt. Það var
að orðskvið haft í landinu, meðan Bretar höfðu hér mest setulið, að
þeir köstuðu heilum og hálfum skrokkunum af íslenzku dilkakjöti
út á sorphauga fyrir utan herbúðir sínar, þó þeir hefðu látið til-
leiðast að kaupa það með einhverjum gustukasamningi við okkur.
Einn af verzlunarfulltrúum Bandaríkjanna hér hefur sagt mér, að
það reynist tilgangslaust að bera íslenzkt dilkakjöt á borð fyrir
Bandaríkjahermenn hér í herbúðum, þeir skili því aftur ósnertu.
Að því er Tíminn skýrir frá nýlega í grein eftir hr. Jóhannes
Bjarnason, þykir amerískum bónda heyskapur ekki borga sig nema
svo vel sé búið í hendur heyskaparfólkinu, að einn maður heyi sem
svarar tíu tonnum heys á einum degi, tíu klukkutímum, það er að
segja: öll vinna manns við hundrað þurrkaða heyhesta komna í