Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1944, Side 29

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1944, Side 29
TÍMARIT MÁLS OG MENNINCAR 203 garð má ekki fara fram úr tíu vinnustundum, ef heyskapurinn á að svara kostnaði. Samt upphefjast málafylgjumenn til að telja íslenzkum bændum trú um, að með verkfærum, sem eiga heima á fornminjasöfnum, eins og orf og Ijár, geti þeir heyjað nóg til að keppa um kjötmark- að við ameríska hundraðkaplamanninn heima í landi hans sjálfs, og verða þó að kosta skip með kjötið yfir hálfan hnöttinn, hafandi það eitt kjöt að bjóða sem ameríska neytendur hryllir við. Hve barnslegar hugmyndir ráðamenn hér hafa um landbúnað heimsins og landbúnaðarmarkað er sú staðreynd, að nýlega var maður send- ur vestur um haf til að leita markaðs fyrir íslenzkt kjöt, og eng- inn minni maður en dr. Halldór Pálsson valinn til slíkrar forsend- ingar. Sagt er, að doktorinn hafi auk dilkakjöts átt að selja Ame- ríkumönnum íslenzkt hrossakjöt í dósum, sennilega af útigangs- truntum úr Skagafirði. Þvílikt grunleysi um veröldina hefur áreið- anlega ekki þekkzt síðan fyrir syndafallið. Mér dettur þó ekki í hug að áfellast dr. Halldór Pálsson, hver slær hendinni móti því að fara í lystitúr. Þó var fyrirfram vitað, að það mundi hafa borið jafn- mikinn árangur, og kannski meiri, að senda dr. Halldór Pálsson til Ameríku að bjóða íslenzk tígrisdýr. Hitt hlýtur að vera deginum ljósara, ef það skyldi sannast, að hér á íslandi geti borgað sig að hafa sauðfé, sem enn er ósannað mál, meðan allt sauðfé landsins er samasem „á hreppnum“, og ennfrem- ur ef nokkrar líkur eru fyrir, að hér sé hægt að rækta sauðfé til útflutnings: þá er eitt og aðeins eitt, sem íslenzka kjötframleiðend- ur varðar, og það er að vita óskir hins útlenda viðskiptavinar um gæði þessarar vöru, en framleiða síðan alveg nákvæmlega það kjöt, sem hann óskar helzt eftir að kaupa. En til þess þyrfti, eins og hr. Runólfur Sveinsson hefur margbent á í Tímanuin og víðar, að fella íslenzkt fé og koma hér upp óskyldum fjárstofni. , Markaðurinn, spegill búskaparins Samtímis því að íslenzkir neytendur greiða landbúnaðinum hundrað miljón krónur í verðuppbætur, þar í falinn „neytenda- styrkur“ handa hinum matvöndu brezku neytendum, grátbiðja þeir
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.