Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1944, Síða 32

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1944, Síða 32
206 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR því um sama Ieyti í blaði, að hann hefði tilboð frá amerísku firma um þessar tilfæringar. Ytra er harðbönnuð mjólkurútbýting með þesskonar umhellingu eins og fram fer hér í Reykjavík, auk þess sem mjólkurbúðir eins og okkar mundu hvergi teljast svara kröfum um hreinlæti og heil- brigði. I siðmenntuðum löndum fer mjólkurdreifing yfirleitt þannig fram, að mjólkinni er á næturþeli ekið frá mjólkurstöðvum bæjanna heim til neytendanna. Flöskurnar eru skildar eftir á þröskuldinum og þar gengur neytandinn að þeim að morgni. Annað fyrirkomulag við mjólkurdreifingu innanbæjar er undantekning. Sú mjólkurdreif- ingaraðferð sem hér er höfð í Reykjavík þekkist ekki nema í hálf- siðuðum löndum og í vesölustu fátækrahverfum ákveðinna stór- borga í Evrópu. Erlendis er enginn verðmunur gerður á mjólk, hvort hún er keypt í mjólkurbúð eða ekið heim til neytandans. Lausasala á mjólk í opnum ílátum er víðast erlendis talin undir óþrifnað og bönnuð af heilbrigðiseftirlitinu. Þessi alþjóðlega aðferð við innanbæjardreifingu mjólkur var orð- in algeng hér í Reykjavík skömmu áður en hin illræmda afturhalds- klíka varð einráð yfir mjólkinni; en hún fyrirskipaði afturhvarf til barbariskra hátta, og bar því við, að ekki fengist nógu ódýr vinnu- kraftur til að aka út mjólkinni í þvílíkri stórborg sem Revkjavík. Hvað mættu þeir segja í New York? Aftur á móti var upp tekið það snjallræði til að spara fáeina mjólkurpósta, að hafa tíu þúsund manns á dag í vinnu, mest konur, sem eru látnar standa í kös og biðröð hálfan og heilan til að fá mjólk afgreidda með þess konar dóna-aðferðum, sem í öðrum löndum eru bannaðar; ellegar ekki neitt. Bakkabræður lifa enn góðu lífi á íslandi. I landi eins og hér, þar sem ekki er starfandi matvælaeftirlit og engin almenn menning til í meðferð vöru, jafnvel ekki gerður flokks- munur og verðs á góðri og vondri matvöru í útsölu, hlýtur árang- urinn að verða almenn óvöndun vörunnar, enda er hér oft á boð- stólum þesskonar óþverri í matarstað, sem í öllum siðuðum lönd- um mundi þykja glæpsamlegt að bjóða mönnum. Maður opnar varla svo dagblað, að þar sé ekki fram flutt emjan og kveinan frá neytendum yfir vörusvikum, skemmdu kjöti, súrri eða spilltri mjólk, fúlum eggjum o. s. frv. Stundum koma þessar kvartanir fram í
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.