Tímarit Máls og menningar - 01.12.1944, Qupperneq 32
206
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
því um sama Ieyti í blaði, að hann hefði tilboð frá amerísku firma
um þessar tilfæringar.
Ytra er harðbönnuð mjólkurútbýting með þesskonar umhellingu
eins og fram fer hér í Reykjavík, auk þess sem mjólkurbúðir eins
og okkar mundu hvergi teljast svara kröfum um hreinlæti og heil-
brigði. I siðmenntuðum löndum fer mjólkurdreifing yfirleitt þannig
fram, að mjólkinni er á næturþeli ekið frá mjólkurstöðvum bæjanna
heim til neytendanna. Flöskurnar eru skildar eftir á þröskuldinum
og þar gengur neytandinn að þeim að morgni. Annað fyrirkomulag
við mjólkurdreifingu innanbæjar er undantekning. Sú mjólkurdreif-
ingaraðferð sem hér er höfð í Reykjavík þekkist ekki nema í hálf-
siðuðum löndum og í vesölustu fátækrahverfum ákveðinna stór-
borga í Evrópu. Erlendis er enginn verðmunur gerður á mjólk,
hvort hún er keypt í mjólkurbúð eða ekið heim til neytandans.
Lausasala á mjólk í opnum ílátum er víðast erlendis talin undir
óþrifnað og bönnuð af heilbrigðiseftirlitinu.
Þessi alþjóðlega aðferð við innanbæjardreifingu mjólkur var orð-
in algeng hér í Reykjavík skömmu áður en hin illræmda afturhalds-
klíka varð einráð yfir mjólkinni; en hún fyrirskipaði afturhvarf til
barbariskra hátta, og bar því við, að ekki fengist nógu ódýr vinnu-
kraftur til að aka út mjólkinni í þvílíkri stórborg sem Revkjavík.
Hvað mættu þeir segja í New York? Aftur á móti var upp tekið það
snjallræði til að spara fáeina mjólkurpósta, að hafa tíu þúsund
manns á dag í vinnu, mest konur, sem eru látnar standa í kös og
biðröð hálfan og heilan til að fá mjólk afgreidda með þess konar
dóna-aðferðum, sem í öðrum löndum eru bannaðar; ellegar ekki
neitt. Bakkabræður lifa enn góðu lífi á íslandi.
I landi eins og hér, þar sem ekki er starfandi matvælaeftirlit og
engin almenn menning til í meðferð vöru, jafnvel ekki gerður flokks-
munur og verðs á góðri og vondri matvöru í útsölu, hlýtur árang-
urinn að verða almenn óvöndun vörunnar, enda er hér oft á boð-
stólum þesskonar óþverri í matarstað, sem í öllum siðuðum lönd-
um mundi þykja glæpsamlegt að bjóða mönnum. Maður opnar
varla svo dagblað, að þar sé ekki fram flutt emjan og kveinan frá
neytendum yfir vörusvikum, skemmdu kjöti, súrri eða spilltri mjólk,
fúlum eggjum o. s. frv. Stundum koma þessar kvartanir fram í