Tímarit Máls og menningar - 01.12.1944, Side 45
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
219
úr æðri heimum, skáldið þykir nátengdara goðum og máttarvöld-
um tilverunnar en aðrir menn. Af þessum rökum, hugði Magnús
Olsen, hefði skáldið dregið nafn, það hafi verið sjónargagn, fyrir
orð þess og tilstilli hafi menn þótzt geta ráðið í hvað hin máttugu
regin sem heiminum stjórna ætluðust fyrir. Við ættum eftir þessu
að gera ráð fyrir, að eins og forfeður vorir sóttu sér, ef þeir voru
þyrstir, svaladrykk í keraldið, þannig hafi þeir, ef þeir voru for-
vitnir um framtíðina eða yggjandi um vilja goðanna, sótt sér
vitneskju í skáaldið. Skýring Magnúsar Olsens er studd miklum
lærdómi sem hér væri fásinna að rekja, en því er ekki að leyna,
að hún hefur þótt mjög hæpin, og höfundur hennar hefur sjálfur
síðar látið í ljós efasemdir um að hún geti verið rétt.
En hvað sem líður skýringum orðsins, þá er það víst að langt
fram eftir öldum nutu íslenzk skáld þeirra hlunninda fram yfir
aðra menn, að orð þeirra gátu leyst eða bundið margvísleg hulin
mögn. Mér er ekki kunnugt um að önnur eins trú á mátt kveðskap-
arins hafi verið til hjá nálægum þjóðum. Þau gátu ort á menn
sóttir og auðnuleysi, ýft öldur sjávarins, reist brimskaflinn, æst
vindana. Þau gátu kveðið vættir fram úr grjótfylgsnum sínum, en
framar öllu gátu þau losað menn undan áreitni drauga og sendinga
með því að kveða þessi meinvætti niður, og þurfti þá oft að ganga
nærri sér. Við eigum ennþá þann kvæðaflokk sem Jón lærði kvað
árið 1612 þegar hann var að bisa við að særa niður Snjáfjalla-
drauginn. Það minnir helzt á alþingiskantötu, en er miklu ramm-
ar kvæði og andheitara; til ríms er ekki sparað, enda auðsjáanlega
húizt við að draugsi þoli það illa. Margt skáldið hefur fyrr á tím-
um fundið til máttar síns, og hafi það ekki beitt honum gat það
tekið sér í munn orð Ásmundar í Samkomugerði:
Þó hefði eg soddan hróffrar snert
að hrífa nokkrum skyldi,
er sá sæll sem illt gat gert
og ekki aff heldur vildi.
Sá sem gaman hefur af að virða fyrir sér fjölbreytni tungumál-
anna kemst ekki hjá því að taka eftir hversu mismunandi skilyrði
þau bjóða skáldum sínum til ljóðagerðar. Aðeins atriði eins og
það, hvort mál hefur forsettan greini eins og enska og þýzka, eða