Tímarit Máls og menningar - 01.12.1944, Síða 47
TIMARIT MALS OG MENNINGAR
221
það er auðvitað að sumu leyti rétt. En þó er það sannast að segja
að þau viðfangsefni sem Þorsteinn Erlingsson hafði við að glíma
þegar hann knúði málið í vísur, voru næsta ólík því sem Egill for-
faðir vor hafði, og þetta stafaði ekki aðeins af því, að Þorsteinn
kvað undir öðrum háttum, heldur líka af því, að íslenzka lians var
mjög frábrugðin íslenzku Egils. Þetta yrði nóg efni í mörg erindi,
ætti að útskýra það nokkurn veginn rækilega, og ég skal aðeins víkja
að einu mikilsverðu atriði.
Það er eitt auðkenni á máli voru nú á dögum að allar samstöfur
með áherzlu eru langar. Við heyrum engan lengdarmun á ber og sér,
enda geta þau orð hæglega rímað hvort við annað í skáldskap.
Orðið bað hefur jafnmikið megin og ráð, mala jafnmikið og mála,
una jafnmikið og uuna, lita jafnmikið og líta, mosi jafnmikið og
Mósi.
En þetta lögmál í tungu vorri er ekki nema 400 ára gamalt. Þar
áður var sjálft sköpulag hennar að því leyti öðruvísi, að sumar
samstöfur voru ætíð langar, aðrar ætíð stuttar. Orð sem hafði stutta
samstöfu varð ekki teygt, orði sem hafði langa samstöfu varð ekki
þjappað saman. Tvö orð með sama samstöfufjölda gátu haft mis-
munandi megin. Þá var ekki sagt báð, mála, Gna, IIta og mösi,
eins og nú, heldur báð, mála, Una, llta, mösi, allt með stutt-
um sérhljóðum. (Strik yfir hljóðstaf merkir dreginn, bogi snöggvan
framburð). Okkur veitist erfitt að kveða að þessu án sérstakrar
tamningar. Af því að við höfum nú orðið eintómar langar áherzlu-
samstöfur, finnst okkur eðlilegt að segja annaðhvort Qna með
löngu u-i ellegar unna með löngu n-i, en una með stuttu u-i og
stuttu n-i er íslenzku nútímatungutaki annarlegt i og óeðlilegt. Það
getur þá verið lærdómsríkt að hlusta á framburð manna af einhverri
þjóð sem hefur stuttar áherzlusamstöfur í máli sínu, eins og t. d.
Finna eða Tékka. Enginn Finnlendingur, ekki einu sinni sænsku-
mælandi, segir Kálevála með löngum a-um, heldur Kálevála.
Enginn Tékki segir Bénes eða cápek, heldur Bénes, cápek.
Raunar þarf ekki lengra að fara en til Dana; orð eins og alle hefur
hjá þeim stutt a og stutt I,
Meðan fslendingar höfðu stuttar áherzlusamstöfur í máli sínu,
hlutu skáldin að gæta þeirra vandlega í ljóðum sínum. Orð með