Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1944, Síða 108

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1944, Síða 108
282 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR bókarinnar dylst engum, að þessi harmleikur frá Suðurríkjum Bandaríkjanna er sannur. Það sýnir vel menningarstig ýmissa ráðandi manna fyrir vestan hafið, að þessi bók var bönnuð þar. Það var að vísu ekki nema í Boston í Massachu- settsríki. Bandaríkin hafa alltaf gengið næst hinum verstu í að banna bækur. Varla hefur góð bók komið svo á markaðinn þar, að hún hafi ekki verið bönn- uð í einhverju fylkinu. Þó hefur Boston komizt lengst í þessu efni. Árið 1929 voru bannaðar þar sextíu og átta bækur, þar á meðal Ríki og bylting eftir Lenín. Margir amerískir menntamenn mótmæltu banninu á Strange Fruit, svo sem rithöfundamir Bernard De Voto, Clifton Fadiman, Manuel Komroff og Pearl S. Buck. Hér verða þýddir lauslega kaflar úr grein, sem Bernard De Voto ritaði í maíhefti Harpers magazins þ. á. um þetta mál. ....Við Bostonbúar væntum ekki mikils af menningu Suðurríkjanna, og sízt væntum við frjálslyndis þaðan. Við höfum t. d. í rúma öld verið að leysa negravandamálið, og það, sem í rúma öld hefur varnað okkur að leysa það, eru bábiljur, ofsi og þröngsýni Suðurríkjanna. Eðlilega væntum við ekki mikils áhuga á listum úr suðrinu. Frjálslynd hugsun og listræn hugsun krefst menningarlegrar forystu, sem Suðurríkin skortir. Við gerum okkur grein fyrir, að jafnvel menntaðir Suðurríkjamenn eru of háðir hleypidómum umhverfisins til að veita slíka forystu. Af þessum ástæðum væntum við ekki margbrotinna bókmennta frá Suðurríkjunum. Jarðvegurinn er ófrjór, og þó að einhver vildi sá í hann, mundi suðræn þröngsýni troða nýgræðinginn í hel. Suðurríkjakona hefur nýlega gefið út bók um Suðurríkin. Það er bæði djörf og góð saga, alvöruþrungin, sterk, vísdómsrík og mjög vel rituð. Ef til vill er hún nokkuð bundin vissu svæði, en allt slíkt er málinu óviðkomandi. Hún inni- heldur nokkrar setningar, sem örugglega mundu rumska við liinni frumstæðu kreddutrú Suðurríkjabúa. En annað er mikilvægara: Hún tekur til meðferðar eitt mesta vandamál allra mála Suðurríkjanna, ástir milli hvítra og svartra. Það er atriði, sem enginn venjulegur Suðurríkjabúi getur haft sanngjarna skoðun á. Það er atriði dýpstu skelfinga hans og fordóma, hann getur ekki afborið neinar umræður um það, hann getur ekki leyft neinum að láta í ljós skoðun á því. Það var því eðlilegast að ætla, að þessari sögu frú Lillian Smith, Strange Fruit, mundi verða stungið undir stól í fylkjum, sem aftur úr standa að menningu, vitanlega á ólöglegan hátt, en með fullu samþykki íbúanna, og með þeim afskræmislega ofsa og hleypidómum, sem einkenna slík þjóðfélög. Og þetta hefur í rauninni átt sér stað. En þetta hefur samt sem áður ekki átt sér stað einmitt þar, sem búast mátti við. Strange Fruit hefur verið seld óhindrað t. d. í Atlanta og Birmingham, jafn óhindrað og í fylkjum, sem framar standa í menningarlegu tilliti, svo sem Oshkosh, Davenport og Three Rivers. Og hún hefur verið seld jafn ó- hindrað í hinum óheillavænlegu smábæjum Suðurríkjanna, þeim bæjum, sem við Bostonbúar álítum þjóðfélagslega sjúka og væntum amerísks fasisma frá
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.