Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1944, Page 129

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1944, Page 129
TIMARIT MALS OG MENNINGAR 303 þjóðarinnar og atvinnuhátta, enda er þessu þannig farið. — Saga vor er frá öndverðu mörkuð mjög af náttúru landsins, meira en annarra þjóða, mótuð af ísi þess og eldum, harðviðrum þess og einangrun. Engin önnur þjóð hefur með sh'kum þjáningum sem vér komizt í kynni við hamslaus náttúruöfl, engin önnur þjóð á jafnmiklar heimildir um þau. Þjóðarsagan verður aldrei sögð né skilin rétt fyrr en við vitum meira en nú um náttúru landsins, loftslagið, gróðurfarið, fiskigengdina, og þær breytingar er þetta hefur tekið frá því, er landið byggðist. IV Tefrokronologi, öskutímatal, er nýtt orð, nýtt hugtak og ný rannsóknarað- ferð, sem Sigurður Þórarinsson hefur lagt í hið mikla og gagnsama bú vís- indanna. Það var ánægjuiegt, að Islendingur skyldi verða til þessa. Hitt skiptir þó meira máli, að okkur mun reynast þetta gagn með sæmd, því að það mun sannast, að öskulögin, sem liggja falin í moldum landsins, eiga eftir að auka drjúgum við þekkingu okkar á sögu og atburðum liðinna alda. Sigurður Þórarinsson er ungur maður, rúmlega þrítugur, en þó hefur hann þegar getið sér góðan orðstír sem jarðfræðingur, ekki aðeins um Norðurlönd, heldur einnig á Englandi og í Ameríku. Hann hefur nú sýnt, svo að ekki verður um villzt, að hann er fullveðja fræðimaður, sem mikils má vænta af í framtíðinni, ef allt fer með felldu og hann verður ekki brauðstriti að bráð, þegar heim kemur. Pálmi Hannesson. Leit eg suður til landa LEIT EG SUÐUR TÍL LANDA; Ævintýri og helgisögur frá miðöldum. Einar 01. Sveinsson tók saman. Reykjavík, Heimskringla 1944. Höfundur fyrstu málfræðiritgerðarinnar í Ormsbók Snorraeddu segir svo frá, að þá er Islendingar hófu bókmenntaviðleitni sína, urðu „helgar þýðing- ar“ fyrst á vegi þeirra. Þetta er í sjálfu sér ofur skiljanlegt. Kristin trú var nýlega komin til landsins og hafði lítt fest rætur með þjóðinni. Suður um Evrópu hafði kirkjan komið sér upp miklum bókmenntum, sem stöðugt fóru vaxandi. íslenzkum kristnifrömuðum hefur því þótt hlýða að festa kristnina í sessi með þýðingum á trúfræðibókum samtíðarinnar. Ritaðar voru hómilíu- bækur og helgisögur ýmis konar, svo sem af postulunum, Maríu mey og öðrum meiri og minni háttar dýrlingum. Ennfremur rituðu menn svonefnd „ævintýri“, sem voru mest veraldlegar skemmtisögur, en oftast slungin ívafi siðferðilegs og trúfræðilegs boðskapar, sem tengir þau guðfræðilegum bókmenntum þeirra tíma. Af þessum stofni óx hér upp mikil grein bókmennta, og átti hún ekki hvað
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.