Tímarit Máls og menningar - 01.12.1945, Side 6
PÁLMl HANNESSON:
Náttúmskoðarinn og skáldið
Jónas Hallgrímsson
Um miðjan morgun mánudaginn 26. maí árið 1845 andaðist
Jónas Hallgrímsson úti á Friðriksspítala í Kaupmannahöfn. Enginn
vina hans var við staddur, ekkert íslenzkt orð var mælt við dánar-
beð hans. Hann var einn sér, — og hjúkrunarkonurnar, sem luktu
aftur augum þessa æðrulausa sjúklings, höfðu enga hugmynd um,
að þar liyrfi mesta skáld og mesti náttúrufræðingur íslands um
hinar dimmu dyr. — Hversu höfðu nornirnar greitt hin gullnu
örlögsímu þessa afburðamanns?
Jónas Hallgrímsson fæddist að Hrauni í Oxnadal 16. nóv. 1807.
Foreldrar hans voru Hallgrímur Þorsteinsson, aðstoðarprestur séra
Jóns Þorlákssonar, skálds á Bægisá, og Rannveig Jónasdóttir frá
Hvassafelli í Eyjafirði, ágæt kona. Bæði voru þau hjón af góðu
bergi brotin og hagmælska mikil í ættum. Jónas í Hvassafelli var
kallaður skáld, en séra Hallgrímur var fjórði maður frá systur Hall-
gríms Péturssonar og nafnið hið sama, en í þeirri ætt hefur verið
margt skálda og mikilla hagleiksmanna, eins og kunnugt er.
A Hrauni er þannig háttað, að bærinn stendur um miðjan Öxna-
dal að vestanverðu, heldur lágt, og hallar túninu ofan að ánni,
Öxnadalsá, er byltist í stríðum strengjum og hvítum fossaföllum
fram með hólunum háu, sem fylla dalinn hálfan beint á móti bæn-
um. En yfir þá ber rismiklar brúnir austurfjallanna. — Að vestan,
upp frá bænum, rís hin skörulegasta fjallsegg á öllu Islandi, skorin
mjög í skörð og hvassa tinda, sem draga óðar að sér athygli veg-
farenda. Einn þeirra er þó miklu mestur og heitir Hraundrangi.
Hann gnæfir þar við himin, líkt og tröllaukinn turn, og verpur
skugga á hinn djúpa dal. Fast undir egginni verður stöðuvatn.
Hraunsvatn heitir það. Silungsveiði er þar nokkur, en hvítfyssandi
lækur fellur úr vatninu niður stórgrýtta hlíðina út í Óxnadalsá. Svo