Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1945, Page 6

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1945, Page 6
PÁLMl HANNESSON: Náttúmskoðarinn og skáldið Jónas Hallgrímsson Um miðjan morgun mánudaginn 26. maí árið 1845 andaðist Jónas Hallgrímsson úti á Friðriksspítala í Kaupmannahöfn. Enginn vina hans var við staddur, ekkert íslenzkt orð var mælt við dánar- beð hans. Hann var einn sér, — og hjúkrunarkonurnar, sem luktu aftur augum þessa æðrulausa sjúklings, höfðu enga hugmynd um, að þar liyrfi mesta skáld og mesti náttúrufræðingur íslands um hinar dimmu dyr. — Hversu höfðu nornirnar greitt hin gullnu örlögsímu þessa afburðamanns? Jónas Hallgrímsson fæddist að Hrauni í Oxnadal 16. nóv. 1807. Foreldrar hans voru Hallgrímur Þorsteinsson, aðstoðarprestur séra Jóns Þorlákssonar, skálds á Bægisá, og Rannveig Jónasdóttir frá Hvassafelli í Eyjafirði, ágæt kona. Bæði voru þau hjón af góðu bergi brotin og hagmælska mikil í ættum. Jónas í Hvassafelli var kallaður skáld, en séra Hallgrímur var fjórði maður frá systur Hall- gríms Péturssonar og nafnið hið sama, en í þeirri ætt hefur verið margt skálda og mikilla hagleiksmanna, eins og kunnugt er. A Hrauni er þannig háttað, að bærinn stendur um miðjan Öxna- dal að vestanverðu, heldur lágt, og hallar túninu ofan að ánni, Öxnadalsá, er byltist í stríðum strengjum og hvítum fossaföllum fram með hólunum háu, sem fylla dalinn hálfan beint á móti bæn- um. En yfir þá ber rismiklar brúnir austurfjallanna. — Að vestan, upp frá bænum, rís hin skörulegasta fjallsegg á öllu Islandi, skorin mjög í skörð og hvassa tinda, sem draga óðar að sér athygli veg- farenda. Einn þeirra er þó miklu mestur og heitir Hraundrangi. Hann gnæfir þar við himin, líkt og tröllaukinn turn, og verpur skugga á hinn djúpa dal. Fast undir egginni verður stöðuvatn. Hraunsvatn heitir það. Silungsveiði er þar nokkur, en hvítfyssandi lækur fellur úr vatninu niður stórgrýtta hlíðina út í Óxnadalsá. Svo
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.