Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1945, Síða 9

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1945, Síða 9
NÁTTÚRUSKOÐARINN OG SKÁLDIÐ 189 mikið, helzt smákvæði á dönsku, en er þó þegar orðinn þroskað skáld. Sumarið 1832 sigldi hann svo til Hafnar, þó að fararefnin væru fremur lítil, mest fyrir ötula áeggjan Tómasar Sæmundssonar og annarra vina sinna. Lauk hann inntökuprófi í Háskólann (exam. artium) og hóf síðan lögfræðinám. En ekki leið á löngu áður en hugur lians tók að hneigjast til náttúrufræði, og kom þar brátt, að liann gekk henni á hönd með öllu, en sneri haki við lögfræðinni. Ekki eru ástæður kunnar til þessarar ráðabreytni, en víst má þó telja, að vilji lians sjálfs og eðli, hafi valdið jíar úrslitum, því að lögfræði mátti heita vís vegur til feitra embætta, en náttúrufræðin var allt annað en álitleg að því leyti. Af ýmsu má marka, að náttúru- fræðin bafi verið Jónasi hugarbaldin þegar á skólaárunum, end.i ])ótt hún væri ekki kennd á Bessastöðum, og nú, sem hann var uran kominn, hafi næmur hugur hans saknað landsins og náttúru þess, lifandi og lífsvana. Hafi hún J)á skinið í nýjum ljóma fyrir hug- skotssjónum hans, fífillinn í haganum, dalurinn og drangarnir háu. Hitt er víst, að Konráð Gíslason segir, að honum liafi leikið mest hugur á því, „að kynna sér eðli og ásigkomulag ættjarðar sinnar,“ og mun ])að mála sannast. Er nú ekki að orðlengja það, nema Jónas sótti námið af allmiklu kappi eftir þetta, og nú fær náttúran nýjan stað í huga lians og kvæðum. Jafnframt náminu las hann „erlend skáldskaparrit“ og tók drjúgan þátt í félagsskap Islendinga í Höfn, gekk í bókmenntafélagið og gerðist einn helzti frumkvöðull að stofnun Fjölnis, sem kunnugt er, en ekki verða þau mál rakin hér. Sumarið 1837 fékk hann nokk- urn rannsóknarstyrk hjá rentukannnerinu danska, fór út til Islands og ferðaðist hér víða, en hélt um haustið til Hafnar og sneri sér að náminu á ný. Nokkru áður hafði liann komizt í kynni við mikils- virta og volduga háskólakennara, er fengu mætur á honum fyrir gáf- ur hans og glöggskyggni, og útveguðu þeir honum nokkurn styrk. Af ýmsu má marka, að hann liafi litið á Eggert Olafsson sem and- legan leiðtoga sinn og fyrirmynd, og má það þó undarlegt þykja, því að ekki voru þeir líkir menn, enda þótt báðir væru náttúrufræð- ingar og skáld. En ást Eggerts á íslandi og náttúru þess mun liafa heillað hug Jónasar, enda áttu þeir þetta sameiginlegt. Sumarið 1838, hinn 25. ágúst, flutti Jónas á fundi Hafnardeildar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.