Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1945, Síða 10

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1945, Síða 10
190 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR bókmenntafélagsins tillögu um það, að hún tækist á hendur undir- búning og útgáfu á lýsingu Islands. Tillagan var samþykkt, og skip- aði fundurinn 5 manna nefnd til þess að hafa málið með höndum. Næsta vor sendi nefndin prestum öllum á landinu og sýslumönnum ítarlegar spurningar um náttúru landsins og háttu þjóðarinnar. Urðu margir vel við þessu og sendu ritgerðir, sem venjulega eru nefndar sóknalýsingar bókmenntafélagsins, gagnmerkar heimildir um staðfræði landsins og sögu. Akveðið var frá upphafi að skipta Islandslýsingunni í tvo hluta, annan um landið, en hinn um þjóð- ina. Skyldi Jónas rita hinn fyrri, en Jón Sigurðsson hinn síðari. Hér var í mikið ráðizt, því að allt skyldi vanda sem bezt. En þess verður að gæta, að engir aukvisar stóðu að málinu, heldur einvala- lið hinna ágætustu manna. Nægir þar að nefna þá Fjölnismennina: Brynjólf, Konráð og Jónas, og sjálfan Jón Sigurðsson. Þessi tillaga og samþykkt hennar var merkilegt mál og sýndi mik- inn stórhug þeirra, er að henni stóðu. Hitt skiptir þó meira máli, að hún réð úrslitum um ævi Jónasar sjálfs. Ef tillagan hefði verið felld, sýnist líklegast, að hann hefði orðið prestur hér heima og ef til vill átt langt líf fyrir höndum. Þegar hér var komið, stóð hann á þrítugu. Námsstyrkirnir voru þrotnir, og hlaut hann því að leita sér atvinnu. Hefði honurn þá visast orðið sá einn kostur nauðugur að sækja um brauð hér heima, en á þessum tímum þurftu prestar ekki að nema guðfræði umfram það, sem kennt var í Bessastaða- skóla. — En tillagan var samþykkt. Þau sjö ár, sem eftir voru hinn- ar skömmu ævi Jónasar, var það aðalstarf hans að undirbúa ís- landslýsinguna, rannsaka landið, læra það og lifa, eins og hann ósk- aði sér. Vorið eftir, 1839, hélt hann heimleiðis og hóf rannsóknarferðir sínar. Næstu sumurin fjögur fór hann víða um land, en hafði vetur- setu í Reykjavík. Sumarið 1840 gerði liann félag við danskan nátt- úrufræðing, Japhetus Steenstrup. Ferðuðust þeir saman og urðu aldavinir. Haustið 1842 sigldi Jónas svo og kom aldrei út síðan. Næsta vetur dvaldist hann í Höfn, en síðan langa hríð með Steen- strup, sem orðinn var kennari úti í Sórey, og unnu þeir saman úr þeim rannsóknarefnum, er þeir höfðu aflað hér á íslandi. Þar í Sórey leið Jónasi vel og lifði við allsnægtir. Annars hafði hann
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.