Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1945, Qupperneq 11

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1945, Qupperneq 11
NÁTTÚRUSKODARINN OG SKÁLDItí 191 löngum íé af skornum skammti, jafnt til rannsókna sem við'urværis. VoriS 1844 var Steenstrup kvaddur til ferðar með Friðriki ríkis- arfa. Hvarf Jónas þá til Hafnar og bjó þar síðan við kröpp kjör. Margir eru þeirrar skoðunar, að Jónas Hallgrímsson hafi þegar í lifanda lífi verið viðkunnur, virtur og dáður fyrir skáldskap sinn. Þessu var þó annan veg háttað. Mjög fáir þekktu hann til nokkurr- ar hlítar, ennþá færri kunnu að meta hann, ef það var þá nokkur, og víst er, að almenningur kunni hetri skil á náttúruskoðaranum en skáldinu, að minnsta kosti hin síðari ár, enda leit hann sjálfur á sig sem fræðimann fremur en skáld. Hann orti ekki mikið, helzt í hjá- verkum, oft fyrir bænastað eða áeggjan annarra, og geymdi mörg kvæðanna lengi áður en hann lyki við þau, enda gat hann ekki ort, ef hann var miður sín, en það var hann ærið oft hin síðari árin. Nú horfir annan veg við uin skilning manna á Jónasi. Allir þekkja skáldið og hafa andað að sér ilmi hinna unaðslegu ljóða. Hinir eru stórum færri, sem vita nokkur deili á náttúruskoðaranum, og virðast flestir þeirrar skoðunar, að hann hafi verið fræðimaður í minna lagi. Þetta er þó rangt. Jónas Hallgrímsson var í ríkum mæli gæddur þeim gáfum sem náttúrufræðingum eru nauðsynleg- astar: skarpri athygli, mikilli hugkvæmni, öruggri dómgreind og ást á náttúrunni. Hann hafði auk þessa hlotið staðgóða menntun í fræðum sínum og kynnzt landinu betur en nokkur annar maður um hans daga. Þetta er ekkert efunarmál. Hver getur þá efast um, að hann hafi verið mikill náttúrufræðingur? Hitt er svo allt annað mál, að lítið liggur eftir hann á þessu sviði, því að hlaðsíðutal er vissulega hæpinn mælikvarði á gildi vísindarita eða fræðimennsku höfundanna. Þess er þó ekki að dyljast, að Jónas var enginn af- kastamaður að eðlisfari. Dagbókum sínum frá rannsóknarferðun- um lauk hann aldrei. Þær virðast hafa lent í undandrætti og hefur þá vafalaust fleira fylgt með, enda ræðir hann einhvers staðar um „vöggusyndina sína gömlu, að verða ævinlega of seinn til alls.“ Eigi skyldu menn þó láta leiðast af þessu til of skjótra dóma um fræði- mennsku Jónasar, enda átti hann hér miklar málsbætur. Veturinn 1839—1840 lá hann lengi sjúkur af brjósthimnubólgu og eftir það var hann sjaldan heill heilsu, en oft þjáður andlega og líkamlega. Þegar lík hans var krufið, kom í ljós, að annað lungað var skemmt
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.