Tímarit Máls og menningar - 01.12.1945, Side 13
NÁTTÚRUSKOÐARINN OG SKÁLDIÐ
193
ég, að þessi fræðigrein hefði laðað hann að sér æ því meir sem
órin liðu fram, — ef honum hefði orðið lengri lífdaga auðið. Dreg
ég til þess margt, en þó mest ást hans á íslandi og löngun hans til
þess að þekkja það og skilja.
Svo hörmulega hefur tekizt til, að flest af því, sem eftir Jónas
Hallgrímsson liggur um náttúru íslands, er ritað á dönsku. Þannig
er háttað um dagbókarbrotin öll, helztu ritgerðirnar og bréfin til
Steenstrups, sem mörg eru mjög fróðleg. Hitt, sem hann hefur skráð
á íslenzku, er harla lítið að vöxtum, nema þýðingarnar, mest brota-
silfur og svo nokkur drög til íslandslýsingarinnar, og má það undr-
un sæta, að órannsökuðu máli, hve skammt hann var kominn áleiðis
með þetta rit. En gæta verður þess, að verkefnið var svo stórkostlegt,
að það mátti heita ofvaxið einum manni. Það krafðist geysimikils
undirbúnings, en þrátt fyrir allt var Jónas kominn allvel áleiðis með
hann, er hann féll frá. Hitt gegnir einnig furðu, hve tórveld honum
reyndust þessi ritstörf, slíkur snillingur sem hann var. En fram á hans
daga höfðu íslenzkir náttúrufræðingar ritað einvörðungu á dönsku
eða latínu, svo að tungan mátti heita óþjálfuð með öllu á þessu
sviði. Hann hafði numið fræðigrein sína af erlendum ritum og varð
jafnvel að þýða dagbækur sjálfs sín á íslenzku. Hann má því heita
alger brautryðjandi um það að lýsa landinu á tungu þjóðarinnar,
enda ó hann oft erfiða glímu við efni og stíl. Er þá nema von, að
hann varpi frá sér hinni torveldu og lágreistu lýsingu, en leiti hvíld-
ar við mjúkan barm hins bundna máls, líkt og hann hafði löngum
hvílzt í lautunum heima á Hrauni eftir erfiða göngu um urðarhóla
og hölkn? — Það er athyglisvert, að á sama tíma sem hann þreytti
þessi átök við tunguna, orti hann einna mest, til dæmis kvæðaflokk-
inn Annes og eyjar og margt fleira þess, sem fegurst er meðal ljóða
hans.
En þó að Jónasi Hallgrímssyni entist ekki aldur til þess að rita
íslandslýsinguna né láta eftir sig önnur ótvíræð afrek á sviði vís-
indanna, er hitt augljóst, að náttúrufræðin hafi orkað mjög á þróun
hans, hugsjónir og kveðskap. Hann mun almennt talinn til hinna
rómantísku skálda, en er þó ólíkur þeim um margt. Hann tignar að
vísu fegurðina, en þó því aðeins, að hún sé sönn. Yfir flestum
kvæðum hans glóir glaðbirta íslands, en þar hvílir ekki hin suð-
13