Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1945, Síða 13

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1945, Síða 13
NÁTTÚRUSKOÐARINN OG SKÁLDIÐ 193 ég, að þessi fræðigrein hefði laðað hann að sér æ því meir sem órin liðu fram, — ef honum hefði orðið lengri lífdaga auðið. Dreg ég til þess margt, en þó mest ást hans á íslandi og löngun hans til þess að þekkja það og skilja. Svo hörmulega hefur tekizt til, að flest af því, sem eftir Jónas Hallgrímsson liggur um náttúru íslands, er ritað á dönsku. Þannig er háttað um dagbókarbrotin öll, helztu ritgerðirnar og bréfin til Steenstrups, sem mörg eru mjög fróðleg. Hitt, sem hann hefur skráð á íslenzku, er harla lítið að vöxtum, nema þýðingarnar, mest brota- silfur og svo nokkur drög til íslandslýsingarinnar, og má það undr- un sæta, að órannsökuðu máli, hve skammt hann var kominn áleiðis með þetta rit. En gæta verður þess, að verkefnið var svo stórkostlegt, að það mátti heita ofvaxið einum manni. Það krafðist geysimikils undirbúnings, en þrátt fyrir allt var Jónas kominn allvel áleiðis með hann, er hann féll frá. Hitt gegnir einnig furðu, hve tórveld honum reyndust þessi ritstörf, slíkur snillingur sem hann var. En fram á hans daga höfðu íslenzkir náttúrufræðingar ritað einvörðungu á dönsku eða latínu, svo að tungan mátti heita óþjálfuð með öllu á þessu sviði. Hann hafði numið fræðigrein sína af erlendum ritum og varð jafnvel að þýða dagbækur sjálfs sín á íslenzku. Hann má því heita alger brautryðjandi um það að lýsa landinu á tungu þjóðarinnar, enda ó hann oft erfiða glímu við efni og stíl. Er þá nema von, að hann varpi frá sér hinni torveldu og lágreistu lýsingu, en leiti hvíld- ar við mjúkan barm hins bundna máls, líkt og hann hafði löngum hvílzt í lautunum heima á Hrauni eftir erfiða göngu um urðarhóla og hölkn? — Það er athyglisvert, að á sama tíma sem hann þreytti þessi átök við tunguna, orti hann einna mest, til dæmis kvæðaflokk- inn Annes og eyjar og margt fleira þess, sem fegurst er meðal ljóða hans. En þó að Jónasi Hallgrímssyni entist ekki aldur til þess að rita íslandslýsinguna né láta eftir sig önnur ótvíræð afrek á sviði vís- indanna, er hitt augljóst, að náttúrufræðin hafi orkað mjög á þróun hans, hugsjónir og kveðskap. Hann mun almennt talinn til hinna rómantísku skálda, en er þó ólíkur þeim um margt. Hann tignar að vísu fegurðina, en þó því aðeins, að hún sé sönn. Yfir flestum kvæðum hans glóir glaðbirta íslands, en þar hvílir ekki hin suð- 13
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.