Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1945, Blaðsíða 22

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1945, Blaðsíða 22
202 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR þjóða. Úr þessum skorti hefur enn ekki verið bætt. Ennþá er það eitt helzta mein háskólans hve rígskorðuð kennsla hans og nám er við hið íslenzka svið. Islenzkunemar hans hafa að vísu átt kost á einhverri tilsögn í forngermönskum málum, gotnesku, fornensku, fornsaxnesku og fornháþýzku. En hins vegar er svo að sjá sem ís- lenzkunám sé stundað í Reykjavík án neinnar verulegrar hliðsjón- ar af nánustu frændmálum. Ekki verður fundið að nein kennsla sé þar veitt í öðrum Norðurlandatungum frá miðöldum, né heldur í færeysku né nýnorsku, enda engar prófkröfur í þessum greinum. „Þursi, ver sjálfum þér nægur“ kvað skáldið. Það er sannast að segja að okkur er margoft brýn nauðsyn að leita granntungn- anna til frekara skilnings á vorri, enda lætur engin Norðurlanda- þjóð önnur sér lynda kennslu í máli sínu einu, án tillits til hinna. Og hversu annt sem við hljótum að láta okkur um bókmenntir okkar, verðum við að játa að þær eru nútímamanni þröngur menntunar- grundvöllur, vegna þess hve fátækar þær eru að mikilvægum verkum frá síðari öldum. Ég gæti vel trúað að það væri stórlega hollt ís- lenzkunemum í Reykjavík ef gengið væri eftir að þeir læsu vandlega nokkur erlend úrvalsrit, einkum frá nýrri tímum, til fyllingar og uppbótar hinum íslenzka lestri. Fyrir rúmum áratug var stofnað í Reykjavík nýtt próf í íslenzk- um fræðum er nefnist kennarapróf, og er prófað í þremur greinum: íslenzkri málfræði, íslenzkri bókmenntasögu og sögu íslendinga. Mér er spurn hvort önnur heimspekideild á Norðurlöndum muni útskrifa kandídata að afloknu svo þröngu námi. Menn með þessu prófi hafa titilinn cand. mag. Sá titill mun hvergi til áður nema í Danmörku, en er þar borinn af mönnum sem gengizt hafa undir miklu víðtækara próf, í þremur greinum að vísu eins og hið ís- lenzka, en með þeim mun, að tunga einhvers lands og bókmenntir er hvorttveggja talið ein grein, og saga einstaks lands ekki slitin frá mannkynssögunni. Danskur cand. mag. hefur að jafnaði próf í þremur tungum og bókmenntum þeirra, ellegar í mannkynssögu ásamt tveimur tungum og bókmenntum þeirra. Það lætur þá nærri að íslenzka prófið sé helmingi minna en hið danska, og er ég hræddur um að hér hafi verið snúið inn á braut sem ekki sé háska- laus.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.