Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1945, Side 23

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1945, Side 23
VERKEFNI ÍSLENZKRA FRÆÐA 203 Enn skal drepið á eitt atriði í sambandi við háskólann. Óllum menningarlöndum er það mikið keppikefli að hlynnt sé sem bezt að ungum og vænlegum vísindamannaefnum, svo að þessir menn geti gefið sig þegar frá unga aldri nokkurn veginn óskiptir að rann- sóknum og fræðimennsku, og síðar orðið háskólakennarar ef svo vill verkast, í stað þess að ella mundu þeir verða að takast á hendur aðra vinnu sem hætt er við að gleypti allt starfsþrek þeirra. Allir Norðurlandaháskólar hafa nú til umráða ríflega styrki sem ætlað- ir eru þvílíkum mönnum og veittir til ákveðins árabils í einu, en hins vegar hafa styrkþegar einhverja kennslu með höndum við há- skólann. Hvergi væri slíkra styrkja meiri nauðsyn en á Islandi, þar sem dæmin sanna að oft hefur verið ærnum vandkvæðum bund- ið að finna nokkurn veginn hæfa menn í háskólakennaraembættin. 3. Fyrsti prófessorinn við Háskóla íslands i íslenzkri málfræði og menningarsögu, Björn M. Ólsen, lagði í háskólastarfsemi sinni aðallega stund á forníslenzka bókmenntasögu og skýringar forn- rita. Eftirmaður hans, Sigurður Nordal, hefur unnið fremstu vís- indaverk sín á sama sviði, en jafnframt fengizt við bókmenntir og menningu síðari alda. Háskólanum hefur verið ómetanlegt að eiga þessa tvo afburðamenn, og því er ekki til neins að leyna að vísinda- heiður hans út á við hefur að mjög miklu leyti livílt á herðum þeirra einna. Björn Ólsen hafði að vísu lifað sitt fegursta þegar hann kom að háskólanum, en Sigurður Nordal hefur getað varið til hans beztu kröftum sínum, og árangurinn er sá að undir hand- leiðslu hans hafa vaxið upp áhugasamir og mjög efnilegir fræði- menn. Yms rit sem samin hafa verið í Reykjavík á síðustu áratylft hafa valdið straumhvörfum í skilningi forníslenzkrar bókmennta- sögu. Ég á þar við þær rannsóknir eftir Sigurð Nordal sjálfan og aðra sem birtar hafa verið í inngöngum sumra binda fornritaút- gáfunnar og í þeim kverum sem einu nafni nefnast Islenzk fræði. í annan stað á ég við rit eins og bók dr. Einars Ól. Sveinssonar um Njálu, Bjarna Aðalbjarnarsonar um sögu Noregskonunga, Jóns Jóhannessonar um gerðir Landnámabókar. Háskóli íslands ver nú fullkomlega sæti sitt sem sá háskóli þar sem mest sé fjörið í rann- sóknum íslenzkra fornbókmennta, enda ekki nema eðlilegt að ís-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.