Tímarit Máls og menningar - 01.12.1945, Page 23
VERKEFNI ÍSLENZKRA FRÆÐA
203
Enn skal drepið á eitt atriði í sambandi við háskólann. Óllum
menningarlöndum er það mikið keppikefli að hlynnt sé sem bezt að
ungum og vænlegum vísindamannaefnum, svo að þessir menn geti
gefið sig þegar frá unga aldri nokkurn veginn óskiptir að rann-
sóknum og fræðimennsku, og síðar orðið háskólakennarar ef svo
vill verkast, í stað þess að ella mundu þeir verða að takast á hendur
aðra vinnu sem hætt er við að gleypti allt starfsþrek þeirra. Allir
Norðurlandaháskólar hafa nú til umráða ríflega styrki sem ætlað-
ir eru þvílíkum mönnum og veittir til ákveðins árabils í einu, en
hins vegar hafa styrkþegar einhverja kennslu með höndum við há-
skólann. Hvergi væri slíkra styrkja meiri nauðsyn en á Islandi,
þar sem dæmin sanna að oft hefur verið ærnum vandkvæðum bund-
ið að finna nokkurn veginn hæfa menn í háskólakennaraembættin.
3. Fyrsti prófessorinn við Háskóla íslands i íslenzkri málfræði
og menningarsögu, Björn M. Ólsen, lagði í háskólastarfsemi sinni
aðallega stund á forníslenzka bókmenntasögu og skýringar forn-
rita. Eftirmaður hans, Sigurður Nordal, hefur unnið fremstu vís-
indaverk sín á sama sviði, en jafnframt fengizt við bókmenntir og
menningu síðari alda. Háskólanum hefur verið ómetanlegt að eiga
þessa tvo afburðamenn, og því er ekki til neins að leyna að vísinda-
heiður hans út á við hefur að mjög miklu leyti livílt á herðum
þeirra einna. Björn Ólsen hafði að vísu lifað sitt fegursta þegar
hann kom að háskólanum, en Sigurður Nordal hefur getað varið
til hans beztu kröftum sínum, og árangurinn er sá að undir hand-
leiðslu hans hafa vaxið upp áhugasamir og mjög efnilegir fræði-
menn. Yms rit sem samin hafa verið í Reykjavík á síðustu áratylft
hafa valdið straumhvörfum í skilningi forníslenzkrar bókmennta-
sögu. Ég á þar við þær rannsóknir eftir Sigurð Nordal sjálfan og
aðra sem birtar hafa verið í inngöngum sumra binda fornritaút-
gáfunnar og í þeim kverum sem einu nafni nefnast Islenzk fræði.
í annan stað á ég við rit eins og bók dr. Einars Ól. Sveinssonar um
Njálu, Bjarna Aðalbjarnarsonar um sögu Noregskonunga, Jóns
Jóhannessonar um gerðir Landnámabókar. Háskóli íslands ver nú
fullkomlega sæti sitt sem sá háskóli þar sem mest sé fjörið í rann-
sóknum íslenzkra fornbókmennta, enda ekki nema eðlilegt að ís-