Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1945, Blaðsíða 31

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1945, Blaðsíða 31
VERKEFNI ÍSLENZKRA FRÆÐA 211- talar mál síns héraðs hreint og ómengað, og gera hvorttveggja: hljóðrita tal þess og taka sýnishorn á hljómplötur. Að þessu hefur lengi verið unnið af kappi í grannlöndum vorum, og mætti eflaust margt af reynslu þeirra læra. Mér blæðir í augum ef t. d. gömul aust- firzka, hreinasta og skýrasta íslenzkt málfar sem ég hef heyrt, á að týnast svo að hljómur hennar sé horfinn um alla eilífð. Nú eru Austfirðingar flámæltir orðnir og illa talandi og hafa sótt sér hljóð- villu bæði að norðan og sunnan, en að vísu ætti slíkt mál einnig heima í safni sem eingöngu væri vísindalegt og vildi sýna það sem er, en ekki aðeins það sem ætti að vera. Þess skal getið að hingað hefur borizt sú fregn að komið hafi út í Reykjavík doktorsritgerð um íslenzkar mállýzkur, og er þá einhver von til að verið sé að sinna þessum viðfangsefnum. En ekki hefur bókin komizt til þessa lands né neitt spurzt um efni hennar. Annars virðist mér að prófessor Stefán Einarsson í Baltimore hefði fyrir margra hluta sakir verið manna bezt fallinn til að hafa yfirumsjón slikra rannsókna ef unnt hefði verið fyrir liann að koma því við. 5. Meðal þess sem lengi hefur verið islenzkri fræðimennsku að baga má ekki hvað sízt nefna timaritsleysið. Sannast að segja eru það undur að ekki skuli fyrir löngu hafa verið stofnað í skjóli há- skólans íslenzkt málgagn er birti ritgerðir um þær fræðigreinir sem þessi sami háskóli telur sér einkum skylt að annast. Eina leiðin til að fá prentaðar á Islandi ritgerðir um fræðileg efni hefur verið að leita á náðir Skírnis. En Skírni hefur, svo að nefndur sé aðeins einn agnúi, verið stjórnað sem almennu fróðleikstímariti, ekki sem vís- indalegu málgagni, og óalþýðlegar greinir hafa sízt verið þar neinir aufúsugestir. Ég segi fyrir sjálfan mig: mér hafa stundum komið einhver viðfangsefni í hug sem mér hefði Jjótt fýsilegt að kanna bet- ur og rita um. Sum þessara efna hafa verið þannig vaxin að mér hefur ekki fundizt neina menn varða hót um þau aðra en íslenzka, svo að ég hef ekki nennt að rita um þau á annarri tungu, þó að ég hefði þá getað komið ritgerðinni að í erlendu fagtímariti. Mér þætti líklegt að einhverjir aðrir hefðu frá svipaðri reynslu að segja. Svo sem til nokkurrar úrbótar í tímaritsleysinu hóf Sigurður Nordal árið 1937 útgáfu ritsafns er nefnist íslenzk fræði eða á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.