Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1945, Side 32

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1945, Side 32
212 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR latínu Studia Islandica. Af því liafa sjö hefti borizt hingað, hið síðasta frá árinu 1940. Þarna er hver ritgerð birt sem sérstök bók, og er það fyrirkomulag auðvitað skemmtilegt að sumu leyti. En gallinn á því er m. a. sá, að ekki er víst að allar ritgerðir sem full ástæða gæti verið til að prenta séu svo miklar að vöxtum að vel fari að þær séu gerðar að sjálfstæðum bókum. Hins vegar hefur þetta ritsafn sýnl ljóslega að svo mikill gróður er i starfsemi fræðimanna á íslandi að þeim ætti að vera hægðarleikur að gera myndarlega úr garði sérstakt tímarit eða ársrit er helgað væri íslenzkum fræðum einum. 6. Árið 1930 kaus Háskóli íslands fimm manna nefnd til að rannsaka „hvort háskólinn eigi að koma á stofn þjóðfræðistofnun, er einkum gangist fyrir söfnun og rannsókn örnefna og byggða- sagna“. Mér hefur ekki tekizt að finna neitt um þá niðurstöðu er nefnd þessi hafi komizt að, og ekkert hefur frétzt um að nein slík þjóðfræðistofnun hafi verið sett á laggirnar. Eg fæ ekki betur séð en þarna hafi verið hreyft við einu allra- brýnasta nauðsynjamáli íslenzkra vísinda, þó að háskólinn virðist ekki hafa borið gæfu til á sjálfu alþingishátíðarárinu að finna á því neina lausn. Aðeins hefði rannsóknarsviðið átt að vera miklu víðtækara en nefnt var hér að ofan. Hefði háskólinn haft hug og dáð til að koma á fót öflugri stofnun til að rannsaka hina fornu alþýðumenningu Islands, sem nú er að hverfa, bæði í sveitum og við sjávarsíðuna, mundi það afrek hans lengi haft í minnum á ó- komnum öldum. Að vísu hefði slik stofnun átt að vera til fyrir löngu. En þar sem fyrri kynslóðir munu geta haft fjárþröng sína og úrræðaleysi sér til afsökunar, mun okkar kynslóð aldrei fá risið undir því ámæli sem hún mun sæta síðar meir, láti hún síðustu leifar alþýðumenningarinnar týnast rannsóknarlaust. Hvernig er um íslenzk örnefni? Aðrar þjóðir á Norðurlöndum hafa lengi átt sérstakar stofnanir sem vinna að söfnun örnefna, bæði með fyrirspurnum á stöðunum sjálfum og með rannsóknum gam- alla skilríkja. Þessi starfsemi er þar komin svo vel á veg að farið er fyrir löngu að prenta söfn örnefnanna í stóreflis bókum, og þar að auki birtist um þau hvert vísindaritið á fætur öðru. Einkum hefur
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.