Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1945, Page 34

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1945, Page 34
214 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR á takteinum látlausar stökur hundruðum og þúsundum saman, og hver þeirra segir einhverja sögu, bregður upp smámynd af ein- hverju atviki úr þjóðlífinu, vekur minningu um viðurkomningu í hugskoli sem löngu er hætt að finna til. Þær stundir geta komið, að manni finnist ekki meira til um annan skáldskap en þessar ferskeytl- ur þar sem heil kvæði geta leynzt eins og í hnotskurn. En nú er svo að sjá sem þær séu alveg að týnast. Ólafur heitinn Marteinsson hóf vísnasöfnun á Islandi og skrifaðist á við safnendur víðs vegar um land, en ókunnugt er mér um hvernig safn hans var eða hvar það er niðurkomið eða hvort nokkuð hefur verið gert til að auka við það. Manni koma í hug hinar miklu söfnunarþjóðir: Finnar, Eistur, Lettar, Littúanar, sem hafa látið prenta alþýðukveðskap sinn í fjöldamörgum þykkum bindum og telja hann sína dýrmætustu þjóð- areign. . . Hvernig er um þjóðtrú, þjóðsiði, þjóðsögur? Ég veit ekki hvað enn kann að leynast af óskráðum þjóðsögum meðal fólks, en hitt er víst að um forna þjóðtrú og þjóðsiði mætti enn safna ærinni vitn- eskju af vörum gamalla manna ef því verki yrði sinnt með fullri einbeittni. Allir lesendur íslenzkra þjóðhátla eftir séra Jónas á Hrafnagili munu geta orðið ásáttir um að það var mikið mein að hann gat ekki gengið óskiptur að verki, og má búast við að nú sé margt farið forgörðum sem hann hefði getað náð. En um það tjáir ekki að sakast, heldur verður nú að reyna að bæta úr því eftir því sem föng eru til. Eðlilegust söfnunaraðferð, og þó eflaust ekki ein- hlít, væri sú að búa til spurningaskrár og senda mönnum víða um land, enda hefur það margsýnt sig í öðrum löndum að menn sem í fyrstu eru kvaddir til verka með slíkum skrám verða oft hinir áhugasömustu og nýtustu að liggja út fyrir margvíslegum fróðleik og bjarga honum undan gleymsku. Til þess að hafa yfirumsjón þessa verks væri dr. Einar Ól. Sveinsson sjálfsagður maður. Hvernig er um rímnastemmur og önnur þjóðlög? Ég ber lítið skynbragð á þá hluti, svo að frá minni hálfu hafa fæst orð minnsta ábyrgð. En það er augljóst mál að söfnun séra Bjarna Þorsteins- sonar var ónóg, þó ekki væri nema af þeirri ástæðu einni að hann átti engan kost á að nota það tæki sem nú þykir sjálfsagt: hljóm- plötuna. Ég átti fyrir nokkurum árum tal við finnskan prófessor í
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.