Tímarit Máls og menningar - 01.12.1945, Síða 40
220
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
hægrimanna og trotskista skömmu áður en Evrópustyrjöldin hófst.
Við réttarhöld yfir landráðamönnum í Moskvu 1938 sannaðist að
læknar hans og einkaritari höfðu unnið vits vitandi að því að veikja
heilsu hans og flýta fyrir dauða hans, sem bar að 18. júní 1935, en
einn þátturinn í mikilli áætlun landráðamanna var sá að útrýma
líkamlega ýmsum helstu forvígismönnum ráðstjórnarskipulagsins.
Skáldið, sem nefndur hef-
ur verið faðir sovétbók-
menntanna hét fullu nafni
Alexej Maxímóvitsj Pesj-
kov, en Maxím Gorkí, eða
Maxím hinn beiski, var höf-
undarnafn hans. Hann var
fæddur 1868, sonur iðnað-
armanns, en varð snennna
munaðarlaus og fór að
vinna fyrir sér níu ára gam-
all. Bernsku sína lifði hann
á ýmsum stöðum á Volgu-
bökkum, og þetta höfuðfljót
Rússlands ásamt gresjunni
miklu, sem minnir á óend-
anleikann, er baksýn skáld-
skapar hans - að ógleymdu
því fólki gresjunnar sem
laungum hafði lifað sögu-
laust í myrkri kúgunar og
fáfræði. Það má segja að þetta skáld hafi risið af sjálfum djúpum
rússnesku þjóðarinnar, enda sögðu Vesturlandamenn, þegar þeir
sáu hann á ferli í stórborgum Evrópu laungu síðar: Þetta andlit er
andlit sjálfs Rússlands.
Eftir að hann kom til Kasan sextán ára gamall stundaði hann
þar hvað sem til féll, var kyndari og garðyrkjumaður, næturvörður
og bakari. Hér komst liann í kynni við hópa af úngum framfara-
mönnum, en það þýddi vitanlega sama og byltíngarmenn á þeim
dögum, og eftir skamma hríð var hann orðinn þátttaki í allskonar