Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1945, Qupperneq 42

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1945, Qupperneq 42
222 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR gagngerS byltíng í vali yrkisefna og viðhoríi til sögupersóna: ann- að þjóðfélagslegt umhveríi cr dregið í brennipunkt sögu en áður var siður, líf alþýðunnar sjálfrar, önnur tegund af söguhetjum skipar forsæti í bókum hans, hinn rússneski alþýðumaður í öllum sínum sígildu myndum, kotúngurinn, daglaunamaðurinn, flakkarinn, drykkjuræfillinn, þjófurinn, — allar hugsanlegar gerðir af fyrir- litnum niðurbældum einstaklíngum. Maxím Gorkí fjallar um fólk þetta hvorki af meðaumkvun né spotti, heldur ást og virðíngu, lítur á það sem leirugt gull, trúir á þær gáfur sem með því búa, útskýrir gegnum það og útfrá því allar fegurstu og bugþekkustu eigindir rússnesku þjóðarinnar, gerir mannleik þess vegsamlegan þrátt fyrir böl þess, svo það verður lesaranum ógleymanlegir hjartfólgnir vinir einsog það hefur verið höfundinum sjálfum. Meðal hinna óviðjafn- anlegu rita hans úr lífi alþýðunnar rússnesku er þriggja binda skáld- verk það er hann hafði fullsamið um æsku sína 1914, bindin hétu 1. Bernska mín, 2. Útí heiminn, 3. Háskólar mínir. Það er okkur Islendingum ekki vansalaust að hafa ekki eignast þetta fagra og snildarlega verk á okkar túngu. Gorkí segir á einum stað í ritgerðum sínum að hann hafi aldrei verið vinur alþýðunnar, gefur í skyn að hann skilji varla þá hug- mynd, og færir ýmis dæmi lil þess að þeir menn sem töldu sig „al- þýðuvini", og játuðu ástir sínar til alþýðu með hvað mestri inn- fjálgi, hafi óðar snúist gegn öllum lýðhreyfíngum þegar þær tóku að eflast, gerst hvítliðaforingjar í stríðinu gegn verkamönnum og endað með því að gefa út erlendis níðrit um rússneska verkalýðsrík- ið eftir byltínguna. Maxím Gorkí varð sannur fulltrúi rússneskrar al- þýðu bæði í augum hennar sjálfrar og annarra þjóða fyrir þá sök að hann var hold af hennar holdi og blóð af hennar blóði; það var ekkert bil milli hennar og hans. I honum sameinaðist þrá hennar til betra lífs og vilji hennar lil baráttu. Þroski hans sem einstaklíngs var að vísu einstæður, en teingsl hans við alþýðuna voru svo sterk, svo órofa, að hversu skír, fögur og máttug sem rödd hans varð gat hún aldrei orðið annað en sú rödd sem stígur frá djúpum rússneska þjóðhafsins. Það var þannig eingin tilviljun að Maxím Gorkí skyldi verða for- íngi þeirrar alþjóðlegu hreyfíngar sem myndaðist gegn fasismanum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.