Tímarit Máls og menningar - 01.12.1945, Side 44
224
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
hlýtur að tákna fyrir Evrópu, og lýsir því í fjölda ritgerða og fyrir-
lestra: fasisminn ber í sér eyðíngu ýmsra dýruslu menníngarverð-
mæta sem þjóðirnar höfðu áunnið sér í erfiðri baráttu aldanna,
stórborgir munu verða gerðar að dufthrúgum, löndin lögð í auðn
heil og hálf, miljónir manna drepnar, miljónir barna og kvenna.
Hann þreyttist ekki uns yfir lauk að ákalla öll góðvænleg öfl til
andfasistiskrar baráttu, bæði heimafyrir í Ráðstjórnarríkjunum og
utan ættlands síns, einkum beindi hann máli sínu til iðkenda orðsins
listar um gervallan heim og bað þá taka orðið í þjónustu þessa
stríðs. Hann markaði stefnuna á hinu sögulega þíngi sovétrithöf-
unda í Moskvu 1934, þar sem lýst var yfir hinni svokölluðu sam-
virku raunsæisstefnu í skáldskap, og hann var aðalhvatamaður al-
þjóðlega rithöfundaþíngsins í París skömniu síðar, en tilgángur
þess þíngs var „að skipuleggja varnir gegn eyðileggíngarárásum fas-
ismans á mennínguna.“
En rödd Maxíms Gorkís og fylgjara hans var hrópandans rödd í
eyðimörkinni að því er snerti ráðamenn í þeim ríkjum Vesturev-
rópu, sem enn aðhyltust borgaralegt lýðræði, þó alþýða allra landa
hlustaði af skilníngi á mál hans og byndist ýmsum andfasistískum
samtökum. Hin borgaralegu lýðræðisríki sýndu fasistunum því meiri
linkind sem þeir létu dólgslegar, og forráðamenn hins borgaralega
lýðræðis í heiminum vildu ekki trúa því hvern snák þeir ólu við
brjóst sér þar sem fasisminn var — fyr en um seinan. En í heima-
landi Gorkís skildi öll þjóðin hvað í húfi var, háir og lágir, lærðir
og leikir, úngir og gamlir. Rúmu ári fyrir stríð voru leiddir fyrir
rétt síðustu hópar þeirra landráðamanna rússneskra, sem höfðu
viljað selja lönd ráðstjórnarinnar í hendur þýskurn fasistum gegn
því að fá síðan að stjórna afgánginum af Rússlandi sem hálfþýsku
leppríki, — Búkharín, Jagoda og þeir. Þeir voru gerðir upp. Og í
því ægilega stríði sem nú er lokið með sigri mannkynsins yfir herj-
um fasismans var sál Maxíms Gorkís sál allrar rússnesku þjóðar-
innar, rödd hans rödd als Rússlands.