Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1945, Page 44

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1945, Page 44
224 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR hlýtur að tákna fyrir Evrópu, og lýsir því í fjölda ritgerða og fyrir- lestra: fasisminn ber í sér eyðíngu ýmsra dýruslu menníngarverð- mæta sem þjóðirnar höfðu áunnið sér í erfiðri baráttu aldanna, stórborgir munu verða gerðar að dufthrúgum, löndin lögð í auðn heil og hálf, miljónir manna drepnar, miljónir barna og kvenna. Hann þreyttist ekki uns yfir lauk að ákalla öll góðvænleg öfl til andfasistiskrar baráttu, bæði heimafyrir í Ráðstjórnarríkjunum og utan ættlands síns, einkum beindi hann máli sínu til iðkenda orðsins listar um gervallan heim og bað þá taka orðið í þjónustu þessa stríðs. Hann markaði stefnuna á hinu sögulega þíngi sovétrithöf- unda í Moskvu 1934, þar sem lýst var yfir hinni svokölluðu sam- virku raunsæisstefnu í skáldskap, og hann var aðalhvatamaður al- þjóðlega rithöfundaþíngsins í París skömniu síðar, en tilgángur þess þíngs var „að skipuleggja varnir gegn eyðileggíngarárásum fas- ismans á mennínguna.“ En rödd Maxíms Gorkís og fylgjara hans var hrópandans rödd í eyðimörkinni að því er snerti ráðamenn í þeim ríkjum Vesturev- rópu, sem enn aðhyltust borgaralegt lýðræði, þó alþýða allra landa hlustaði af skilníngi á mál hans og byndist ýmsum andfasistískum samtökum. Hin borgaralegu lýðræðisríki sýndu fasistunum því meiri linkind sem þeir létu dólgslegar, og forráðamenn hins borgaralega lýðræðis í heiminum vildu ekki trúa því hvern snák þeir ólu við brjóst sér þar sem fasisminn var — fyr en um seinan. En í heima- landi Gorkís skildi öll þjóðin hvað í húfi var, háir og lágir, lærðir og leikir, úngir og gamlir. Rúmu ári fyrir stríð voru leiddir fyrir rétt síðustu hópar þeirra landráðamanna rússneskra, sem höfðu viljað selja lönd ráðstjórnarinnar í hendur þýskurn fasistum gegn því að fá síðan að stjórna afgánginum af Rússlandi sem hálfþýsku leppríki, — Búkharín, Jagoda og þeir. Þeir voru gerðir upp. Og í því ægilega stríði sem nú er lokið með sigri mannkynsins yfir herj- um fasismans var sál Maxíms Gorkís sál allrar rússnesku þjóðar- innar, rödd hans rödd als Rússlands.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.