Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1945, Side 48

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1945, Side 48
HALLDÓR STEFÁNSSON : GRAFIÐ LJÓÐ Dauðinn var að ná völdum í svefnstofu gamla kaupmannsins. Þegar ég kom þangað inn, lá hinn aldraði verzlunargarpur á bana- sæng. Mér brá, er ég leit andlit hans, sem ofurfita og mikill hör- undsroði einkenndu áður, orðið tálgað og grátt af langri sjúkdóms- legu. Ég vissi, að hann hafði undanfarið legið á sjúkrahúsi og var nú kominn heim til að deyja. Þótt maðurinn hefði verið minna veikur en raun var á, og ég ekki haft orð læknis fyrir því, að hann mundi ekki geta lifað lengur en nokkra sólarhringa, mundi ég ekki hafa efazt um, að hann ætti skammt eftir, þegar ég sá hann í þessu umhverfi. Ég er viss um, að fullhraustur maður, sem hefði orðið að liggja í þessu herbergi, mundi hafa fundið dauðann nálgast. Mér rann í skap við að sjá vistarveru sjúks rnanns búna út sem dánarstað. Það hlaut að hafa áhrif á viðnámsþrótt hans. Það hefur verið eitt af áhugamálum mínum að sannfæra fólk um, að sjúkra- herbergi ættu að vera útbúin sem líkast ferðaklefunr skipa, svo að sjúklingnum fyndist hann þá og þegar geta staðið á fætur, tekið ferðatösku sína og gengið alheill á land. En svo skildi ég, að þetta átti að vera svona. Frúin gerði alltaf og alls staðar allt eins og það átti að vera. Hún var svo örugg í öllum formum, svo næm fyrir velsæmi og svo viss um stefnu tilgangsins, að hefði skapari heimsins tekið sér liana til fyrirmyndar við tilbún- ing mannsskepnunnar, í stað þess að ætlast til þess, að maðurinn hefði hann að fyrinnynd, þá mundi aldrei hafa átt sér stað í veröld hans það jafnvægisleysi, sem kallað er mannlegt eðli. En heldur hefði ég kosið að liggja banaleguna í kytru, þar sem konan hefði verið að sjóða fisk, og krakkarnir hefðu rellað í mér dauðvona, milli þess sem þau hefðu flogizt á og gert móður sína hálf sturlaða með tilefnislausri óþekkt, en skipta kjörum við þann,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.