Tímarit Máls og menningar - 01.12.1945, Qupperneq 48
HALLDÓR STEFÁNSSON :
GRAFIÐ LJÓÐ
Dauðinn var að ná völdum í svefnstofu gamla kaupmannsins.
Þegar ég kom þangað inn, lá hinn aldraði verzlunargarpur á bana-
sæng. Mér brá, er ég leit andlit hans, sem ofurfita og mikill hör-
undsroði einkenndu áður, orðið tálgað og grátt af langri sjúkdóms-
legu. Ég vissi, að hann hafði undanfarið legið á sjúkrahúsi og var
nú kominn heim til að deyja.
Þótt maðurinn hefði verið minna veikur en raun var á, og ég ekki
haft orð læknis fyrir því, að hann mundi ekki geta lifað lengur en
nokkra sólarhringa, mundi ég ekki hafa efazt um, að hann ætti
skammt eftir, þegar ég sá hann í þessu umhverfi. Ég er viss um, að
fullhraustur maður, sem hefði orðið að liggja í þessu herbergi,
mundi hafa fundið dauðann nálgast.
Mér rann í skap við að sjá vistarveru sjúks rnanns búna út sem
dánarstað. Það hlaut að hafa áhrif á viðnámsþrótt hans. Það hefur
verið eitt af áhugamálum mínum að sannfæra fólk um, að sjúkra-
herbergi ættu að vera útbúin sem líkast ferðaklefunr skipa, svo að
sjúklingnum fyndist hann þá og þegar geta staðið á fætur, tekið
ferðatösku sína og gengið alheill á land.
En svo skildi ég, að þetta átti að vera svona. Frúin gerði alltaf og
alls staðar allt eins og það átti að vera. Hún var svo örugg í öllum
formum, svo næm fyrir velsæmi og svo viss um stefnu tilgangsins,
að hefði skapari heimsins tekið sér liana til fyrirmyndar við tilbún-
ing mannsskepnunnar, í stað þess að ætlast til þess, að maðurinn
hefði hann að fyrinnynd, þá mundi aldrei hafa átt sér stað í veröld
hans það jafnvægisleysi, sem kallað er mannlegt eðli.
En heldur hefði ég kosið að liggja banaleguna í kytru, þar sem
konan hefði verið að sjóða fisk, og krakkarnir hefðu rellað í mér
dauðvona, milli þess sem þau hefðu flogizt á og gert móður sína
hálf sturlaða með tilefnislausri óþekkt, en skipta kjörum við þann,