Tímarit Máls og menningar - 01.12.1945, Side 52
232
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
manni, hún gat vart stafað' frá minningum lians á löngum gróða-
vegi, geislar hennar vöktu hjá manni grun um heita ást eða mikla
list.
Eg varð fyrir innblástri, hélt gamli maðurinn áfram feimnislega
en í fullri alvöru. Ég orti til hennar kvæði, fullt af ást og söknuði.
Ég hugsaði það ekki, setti það ekki saman, það kom fullgert í huga
minn. Öðruvísi get ég ekki lýst þessari starfsemi heilans. Ég læddist
fram úr rúminu og skrifaði það. Síðan laumaðist ég með það inn í
herbergi stúlkunnar (konan hafði sýnt henni það vorkunnlæti að
Iofa henni að sofa í húsi okkar um nóttina, í býti morguninn eftir
fór hún heim til sín, suður á Reykjanes).
Ég lagði kvæðið á koddann hjá henni, en þorði ekki að vekja
hana. Mér tókst þetta hættulega ferðalag vonum framar, konan mín
rumskaði ekki. Eftir þetta sofnaði ég fast. Það var komið langt fram
á morgun, þegar ég vaknaði. Ég hafði ákafan höfuðverk, en fór þó
á fætur.
Seinna um daginn fór ég að rifja upp fyrir mér kvæðið, en það
heppnaðist ekki þá, og mér hefur aldrei tekizt það síðan. Aðeins
einhver viss ómur eða hrynjandi sat eftir í huga mínum. Nú finnst
mér helzt, þótt það sé kjánalegt, sem það sé einhver ihnur.
Ég hef aldrei séð stúlkuna síðan, en ég veit af afspurn, að hún
er gift kona í Keflavík. Við jöfnuðum þetta með okkur, konan mín
og ég, og engin snurða hefur síðan hlaupið á hjónabandið.
Hann þagði um stund, líkt og hann væri að ráða við sig eitthvað
vandasamt. Loks mælli hann:
Ég hef aldrei reynt að yrkja neitt síðan, en ég hef lesið mikið af
ljóðum eftir innlend og erlend skáld, gert mér far um að skilja þau
og meta, ég þori að segja, að ég hef nú orðið æði gott vit á ljóða-
gerð, þólt ég bæri ekkert skynbragð á hana þá. Þessi ljóðalestur
minn hefur verið eins konar leit að sömu áhrifunum, sama ilminum
og af kvæðinu mínu. Ég hef þó aldrei fundið hann, nema í einu
einasta kvæði. Og í fyrsta skipti sem ég las það, fannst mér ég vera
að rifja upp kvæðið mitt, áhrifin voru svo lík þeim er ég varð fyrir,
þegar ég orti það, að ég mundi það þá í raun og veru, en svo hvarf
það eins og mannsnafn, sem maður hefur á vörunum, en gleymist
um leið og maður ætlar að segja það. Þetta kvæði er Annabel Lee