Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1945, Síða 52

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1945, Síða 52
232 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR manni, hún gat vart stafað' frá minningum lians á löngum gróða- vegi, geislar hennar vöktu hjá manni grun um heita ást eða mikla list. Eg varð fyrir innblástri, hélt gamli maðurinn áfram feimnislega en í fullri alvöru. Ég orti til hennar kvæði, fullt af ást og söknuði. Ég hugsaði það ekki, setti það ekki saman, það kom fullgert í huga minn. Öðruvísi get ég ekki lýst þessari starfsemi heilans. Ég læddist fram úr rúminu og skrifaði það. Síðan laumaðist ég með það inn í herbergi stúlkunnar (konan hafði sýnt henni það vorkunnlæti að Iofa henni að sofa í húsi okkar um nóttina, í býti morguninn eftir fór hún heim til sín, suður á Reykjanes). Ég lagði kvæðið á koddann hjá henni, en þorði ekki að vekja hana. Mér tókst þetta hættulega ferðalag vonum framar, konan mín rumskaði ekki. Eftir þetta sofnaði ég fast. Það var komið langt fram á morgun, þegar ég vaknaði. Ég hafði ákafan höfuðverk, en fór þó á fætur. Seinna um daginn fór ég að rifja upp fyrir mér kvæðið, en það heppnaðist ekki þá, og mér hefur aldrei tekizt það síðan. Aðeins einhver viss ómur eða hrynjandi sat eftir í huga mínum. Nú finnst mér helzt, þótt það sé kjánalegt, sem það sé einhver ihnur. Ég hef aldrei séð stúlkuna síðan, en ég veit af afspurn, að hún er gift kona í Keflavík. Við jöfnuðum þetta með okkur, konan mín og ég, og engin snurða hefur síðan hlaupið á hjónabandið. Hann þagði um stund, líkt og hann væri að ráða við sig eitthvað vandasamt. Loks mælli hann: Ég hef aldrei reynt að yrkja neitt síðan, en ég hef lesið mikið af ljóðum eftir innlend og erlend skáld, gert mér far um að skilja þau og meta, ég þori að segja, að ég hef nú orðið æði gott vit á ljóða- gerð, þólt ég bæri ekkert skynbragð á hana þá. Þessi ljóðalestur minn hefur verið eins konar leit að sömu áhrifunum, sama ilminum og af kvæðinu mínu. Ég hef þó aldrei fundið hann, nema í einu einasta kvæði. Og í fyrsta skipti sem ég las það, fannst mér ég vera að rifja upp kvæðið mitt, áhrifin voru svo lík þeim er ég varð fyrir, þegar ég orti það, að ég mundi það þá í raun og veru, en svo hvarf það eins og mannsnafn, sem maður hefur á vörunum, en gleymist um leið og maður ætlar að segja það. Þetta kvæði er Annabel Lee
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.