Tímarit Máls og menningar - 01.12.1945, Síða 54
234
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
Hann rétti skjálfandi hönd upp á glerborðiö, náði í vatnsglas og
drakk. Ég gat mig ekki hreyft fyrir blygðun og ótta yfir þessu tali.
Var þetta ekki óráð, átti ekki læknir að vera viðstaddur á svona
sjúkdómsstigi? Enginn maður talaði svona ógeggjaður. En hvað
gat ég gert? Maðurinn var að deyja, og hann hlaut að hafa leyfi til
þess, þrátt fyrir allar reglugerðir, að gera það eins og honum
sýndist.
Það væri eins og að lifa lífinu aftur, ef ég fengi að njóta þessara
áhrifa, sagði hann við sjálfan sig.
Hann er ekki hættur enn. Mér fannst ég endilega þurfa að gera
eitthvað eða segja þó ekki væri nema eina setningu. En hvað?
Enn hélt hann áfram og var nú orðinn nokkurn veginn jarð-
neskur:
Sé stúlkan húin að glata kvæðinu, verður ekkert við því gert. En
einhver innri rödd segir mér, að hún muni hafa varðveitt það. Sé
kvæðið eins gott og ég er viss um að það er, mátt þú gjarnan láta
birta það að mér látnum, ef henni er sama, íslenzkar bókmenntir
eiga ekki of mikið af snilli, og það er vitaskuld ekki mér að þakka
þetta kvæði. Það er, ef svo mætti að orði kveða, yfirnáttúrlegt. Ég
kæri mig ekki um neinn heiður af því, þú mátt láta prenta það undir
þínu nafni, mig skiptir það engu, eftir að ég er dauður.
Ég kipptist við. Þetta var meðal erfðaskrá. Kvæði, sem jafnaðist
á við Annabel Lee, og mega segjast hafa ort það! Ég var aðeins
hálf smeykur um, að það kynni að stinga fullmikið í stúf við hin
kvæðin mín.
Ég hét honum fúslega að fara á fund stúlkunnar, — ég hélt því
heiti í viðtali við hann, þótt orðið kerling hlyti að vera heppilegar
valið.
Hann sagði mér nafn hennar og tók síðan undan kodda sínum
troðið peningaveski. Hinn deyjandi kaupsýslumaður kunni því auð-
sýnilega bezt að bera með sér gjald Mammons alla leið að grafar-
barminum.
Hann fékk mér allstóra fjárhæð í ferðakostnað og ómakslaun og
til að gleðja konuna, sem kvæðið átti.
Ég var rétt búinn að stinga á mig peningunum, þegar hin nunnu-
klædda hjúkrunarkona kom inn með úrið í hendinni.